Galið að það sé ekki búið að þessu

Snorri Steinn Guðjónsson
Snorri Steinn Guðjónsson AFP/Ina Fassbender

Ísland mun halda HM karla í handbolta árið 2031 ásamt Danmörku og Noregi, með því skilyrði að ný þjóðarhöll verði risin, þar sem Laugardalshöll er kominn til ára sinna og ekki lögleg.

Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson er allt annað en sáttur með að hvorki ný þjóðarhöll né nýr þjóðarleikvangur hafi risið síðustu ár.

„Við viljum höll og leikvang og allt. Ég er íþróttasinnaður og vil sjá þetta allt sem fyrst. Það er galið að það sé ekki búið að þessu. En svo er auðvitað fólk sem hefur meira vit af fjárhagslegu hliðinni en ég.

Það er synd að við getum ekki boðið upp á betri aðstöðu. Maður hefur farið víða og þetta er oft á tíðum miklu betra annars staðar. Með svona góð lið í handbolta, körfubolta og fótbolta, við eigum þetta skilið.

Það yrði sorglegt ef við þyrftum að draga okkur út úr því að halda stórmót, því það er ekki komin þjóðarhöll eftir sjö ár, sem hefði þurft að vera komin fyrir tíu árum síðan,“ sagði Snorri við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert