Árs bann fyrir að ráðast á eftirlitsmann

Marko Bezjak.
Marko Bezjak. AFP

Slóveninn Marko Bezjak hefur verið úrskurðaður í eins árs bann af króatíska handknattleikssambandinu. 

Fær hann refsinguna fyrir að missa stjórn á skapi sínu og ráðast á eftirlitsdómara í leik síns liðs RK Nexe gegn Zagreb þann 7. apríl. 

Allt sauð upp úr í viðureign liðanna, sem þá voru efstu tvö lið króatísku úrvalsdeildarinnar. Bezjak missti stjórn á sér og réðst að eftirlitsdómaranum Ante Josic er hann gekk af leikvellinum. 

Þáverandi þjálfari liðsins Veselin Vujovic var einnig úrskurðaður í þriggja mánaða bann og rekinn frá félaginu. Þá var Andraz Velkavrh, samherji Bezjak, úrskurðaður í fjögurra leikja bann. 

Bezjak var hjá þýska liðinu Magdeburg í tíu ár og lék hann með Ómari Inga Magnússyni og Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka