Valsliðið afar sigurstranglegt

Thea Imani Sturludóttir verður í eldlínunni í kvöld.
Thea Imani Sturludóttir verður í eldlínunni í kvöld. mbl.is/Óttar

Undanúrslitin í Íslandsmóti kvenna í handknattleik hefjast í kvöld en Valur tekur á móti ÍBV og Fram mætir Haukum. 

Valur og Fram sátu hjá í umspili um sæti í undanúrslitunum enda höfnuðu liðin í efstu tveimur sætunum. ÍBV vann ÍR, 2:0, og Haukakonur unnu Stjörnuna, 2:0. 

Valsliðið vann deildarkeppnina með mikilli sannfæringu en liðið vann 20 af 21 leik og endaði með 40 stig. Fram hafnaði í öðru með 30, Haukar í þriðja með 29 og ÍBV í fjórða með 25. 

Valskonur verða því að teljast afar sigurstranglegar en þær eru einnig bikarmeistarar eftir sigur á Stjörnunni í úrslitaleik. 

Valur og ÍBV eigast við í Valsheimilinu klukkan 18 en Fram fær Hauka í heimsókn í Úlfarsárdalinn klukkan 19.40. Báðir leikir verða í beinni textalýsingu á mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka