Stórveldi saman í riðli

Hinn 33 ára gamli Thomas Müller er Þjóðverjum mikilvægur.
Hinn 33 ára gamli Thomas Müller er Þjóðverjum mikilvægur. AFP/Haitham Al-Shukairi

Keppni í E-riðli á HM karla í knattspyrnu í Katar hefst mánudaginn 21. nóvember. Mætast þá Spánn og Kostaríka annars vegar og Þýskaland og Japan hins vegar. Morgunblaðið fjallar um hvern riðil fyrir sig á mótinu og hitar upp fyrir heimsmeistaramótið. Hér verður farið yfir E-riðil.

Þýskaland

Þýska liðið hefur oft verið í betri stöðu. Þjóðverjar hafa ekki náð sér á strik á síðustu tveimur stórmótum, en liðið féll úr leik í riðlakeppninni í Rússlandi árið 2018 og féll síðan úr leik í 16-liða úrslitum á EM á síðasta ári.

Þrátt fyrir það ætla Þjóðverjar sér stóra hluti. Það væru vonbrigði fyrir þýska liðið að komast ekki í það minnsta í undanúrslit. Serge Gnabry, Leroy Sané, Kai Havertz, Thomas Müller og Leon Goretzka geta allir skorað mörk og Manuel Neuer er einn besti markvörður heims.

Keppnin í Katar verður 20. mót Þjóðverja. Þjóðverjar hafa fjórum sinnum orðið heimsmeistarar, síðast árið 2014 í Brasilíu. Fjórum sinnum hafa Þjóðverjar tapað í úrslitaleik og fjórum sinnum hlotið bronsverðlaun.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert