Þór frá Þorlákshöfn er kominn áfram í undanúrslit Íslandsmóts karla í körfubolta eftir lygilegan 94:93-sigur á Tindastóli á útivelli í oddaleik liðanna í átta liða úrslitum í kvöld. Tindastóll vann tvo fyrstu leikina og náði mest 23 stiga forskoti, en Þórsarar neituðu að gefast upp og komust yfir í blálokin.
Tindastóll byrjaði betur og var með 23:18 forskot eftir fyrsta leikhluta. Þórsarar voru heppnir að munurinn var ekki meiri, þar sem Tindastóll tók mikið af sóknarfráköstum. Þau fór að telja meira í öðrum leikhluta og var staðan í hálfleik 52:35. Pétur Rúnar Birgisson, lykilmaður Tindastóls, var hins vegar rekinn út úr húsi fyrir að fara inn á völlinn, er hann var á bekknum.
Heimamenn náðu mest 23 stiga forskoti í seinni hálfleik og virtust ætla að keyra yfir gestina. Þórsarar gáfust hins vegar ekki upp og tókst þeim hægt og rólega að minnka muninn. Lokamínútunar voru æsispennandi og tókst Þór að minnka muninn í eitt stig þegar skammt var eftir.
Danero Thomas skoraði þriggja stiga körfu hálfri mínútu fyrir leikslok og kom Tindastóli fjórum stigum yfir, 93:89. Niklas Tomsick svaraði með þriggja stiga körfu og var staðan 93:92, þegar Tindastóll hélt í sókn. Þórsarar stálu boltanum og Halldór Garðar Hermannsson skoraði sigurkörfuna tveimur sekúndum fyrir leikslok og þar við sat.
Gangur leiksins: 5:7, 9:8, 16:13, 23:18, 26:18, 35:24, 42:31, 52:35, 58:43, 65:48, 72:53, 77:61, 80:72, 84:74, 90:85, 93:94.
Tindastóll: Brynjar Þór Björnsson 27, Danero Thomas 16/9 fráköst, Dino Butorac 15/7 fráköst/11 stoðsendingar, Philip B. Alawoya 10/9 fráköst, Viðar Ágústsson 10, Axel Kárason 7, Helgi Rafn Viggósson 5, Pétur Rúnar Birgisson 2, Friðrik Þór Stefánsson 1.
Fráköst: 21 í vörn, 19 í sókn.
Þór Þ.: Nikolas Tomsick 25/7 fráköst/8 stoðsendingar, Kinu Rochford 23/7 fráköst, Jaka Brodnik 15, Emil Karel Einarsson 12, Halldór Garðar Hermannsson 9/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 8, Davíð Arnar Ágústsson 2/5 fráköst.
Fráköst: 23 í vörn, 11 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Tómas Tómasson, Ísak Ernir Kristinsson.
Áhorfendur: 705