„Engin smá mikil viska í þessum hausum“

Emil Barja og Jón Arnór Stefánsson fallast í faðma í …
Emil Barja og Jón Arnór Stefánsson fallast í faðma í kvöld. mbl.is/Hari

Emil Barja, leikmaður KR, segir reynsluboltana Jón Arnór, Pavel, Helga Magg og co ávallt geta fundið svör við fléttum andstæðinganna inni á vellinum. Emil gekk til liðs við KR frá Haukum síðasta sumar og varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn. 

„Þetta er geggjað og engu líkt. Get ekki lýst því betur en svo,“ sagði Emil þegar mbl.is tók hann tali í DHL-höllinni í Frostaskjóli í kvöld. Emil hafði þá fengið að handleika bikarinn en hann hefur í það minnsta tvívegis þurft að falla seint úr keppni á Íslandsmótinu með Haukum. 

„Við vorum nálægt því að ná þessu í Haukum. Við vorum með ógeðslega flottan hóp í KR og allir höfðu trú á því að við gætum unnið. Mjög sterkt að ná að landa þessu.“

Spurður um hvernig sé að hafa þessa sigursælu menn með sér í liði sem áður hefur verið minnst á þá lýsir Emil því vel. 

„Það er rosalegt. Það er engin smá mikil viska í þessum hausum. Um leið og andstæðingarnir koma með útspil þá eru þeir strax komnir með svar við því. Þeir eru alltaf tilbúnir að koma með ný útspil. Þeir kunna þetta allt. Um leið og þeir mæta í leiki þá finnur maður stemninguna. Þeir ætla bara að vinna og eru ekki að pæla í öðru eða þriðja sætinu. Þetta eru algjörir meistarar og snilld að spila með þeim,“ sagði Emil við mbl.is. 

Emil Barja og Matthías Orri Sigurðarson
Emil Barja og Matthías Orri Sigurðarson mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert