Höldum áfram að spila með hjartanu

Borche Ilievski ræðir við sína menn.
Borche Ilievski ræðir við sína menn. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við lögðum mikið á okk­ur, vor­um agaðir og skild­um ekk­ert eft­ir," sagði kampa­kát­ur Borche Ilievski, þjálf­ari ÍR, í sam­tali við mbl.is eft­ir 83:79-sig­ur á Stjörn­unni í kvöld. Með sigr­in­um tryggði ÍR sér sæti í úr­slit­um við KR, en ÍR vann ein­vígið 3:2. 

„Þetta var mjög erfiður leik­ur og við lent­um und­ir snemma í öðrum leik­hluta en eft­ir það tók­um við leik­hlé, náðum að jafna og kom­ast yfir, og við héld­um for­skot­inu allt til loka.

Þetta er gríðarlega gott Stjörnulið. Þeir eru vel þjálfaðir og spila hraðan og góðan bolta á meðan við spil­um gam­aldags körfu­bolta frá Júgó­slav­íu og það tókst hjá okk­ur. Ég er ótrú­lega glaður og við eig­um skilið að vera í úr­slit­um."

ÍR náði 20 stiga for­skoti snemma í seinni hálfleik, en þrátt fyr­ir það var Ilievski óró­leg­ur á hliðarlín­unni, enda Stjarn­an með afar gott lið. 

„Stjarn­an skoraði átta stig á 30 sek­únd­um í fyrsta leikn­um og ég var stressaður all­an tím­ann. Ef þú slak­ar á í smá stund refsa þeir strax. Við héld­um ein­beit­ingu og gáf­um allt sam­an. Ég mun njóta þess að kom­ast í úr­slit, sama hvað ger­ist þar, en við ætl­um að vinna."

ÍR endaði í sjö­unda sæti í Dom­in­os-deild­inni og gátu því fáir séð þetta fyr­ir. 

„Við vor­um að glíma við mikið af meiðslum og leik­manna­hóp­ur­inn okk­ar var aldrei al­veg heill. Há­kon missti t.d af fjór­um leikj­um í þess­ari seríu, en hann kom inn í smá stund núna og gerði gríðarlega vel. Við mun­um halda áfram að spila með hjart­anu," sagði Ilievski. 

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert