Þurftum að vinna þennan leik

Julian Boyd sækir hér að körfu ÍR í Seljaskóla í …
Julian Boyd sækir hér að körfu ÍR í Seljaskóla í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Eftir að hafa tapað fyrsta leik og það á heimavelli þá þurftum við að svara fyrir okkur,“ sagði Julian Boyd, leikmaður KR, eftir að hafa átt stórleik í 86:73-sigri liðsins á ÍR í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. „Við þurftum að mæta fullir af eldmóði í kvöld og vinna þennan leik.“

ÍR-ingar unnu fyrsta leikinn í Vesturbænum eftir framlengingu en KR-ingar máttu harma hve oft þeir gáfu boltann óþarflega frá sér. Það voru því skýr skilaboð frá þjálfarateymi KR-inga að snúa þeirri tölfræði við í kvöld og það tókst.

„Sóknarfráköstin þeirra og hvernig við misstum boltann var ein helsta ástæðan fyrir því að við töpuðum þessum fyrsta leik. Við vildum fækka þessum skyndisóknum þeirra og vera sjálfir liðið sem skorar stig eftir fráköst, það tókst.“

ÍR-ingar voru sex stigum yfir í hálfleik áður en KR-ingar sneru taflinu endanlega sér í vil og sigldu að lokum heim nokkuð sannfærandi sigri en Boyd segir leikmenn KR ekki hafa þurfti neina sérstaka hvatningu til þess.

„Þetta er úrslitaeinvígið, við erum 1:0-undir í seríunni og sex stigum undir í hálfleik. Hér er hópur af mönnum sem eru tilbúnir að berjast hver fyrir annan og við vissum að þessi leikur yrði að vinnast.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert