Flautukarfa tryggði ÍR sigur

Stuðningsmenn ÍR fagna í kvöld.
Stuðningsmenn ÍR fagna í kvöld. mbl.is/Hari

ÍR er 2:1 yfir í úrslitarimmunni gegn KR um Íslandsmeistaratitil karla í körfuknattleik eftir sigur í DHL-höllinni í Vesturbænum 89:86. Framlengja þurfti leikinn og skoraði Sigurkarl Róbert Jóhannesson sigurkörfuna um leið og leiktíminn rann út. 

Staðan í einvíginu er 2:1 fyrir ÍR sem vann 89:83 eftir framlengingu í  Vesturbænum í fyrsta leiknum.  KR jafnaði með því að vinna 86:73 í Breiðholtinu. Vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari. Næsti leikur verður í Breiðholtinu á fimmtudaginn. 

Sigurinn er ótrúlega sætur fyrir ÍR-inga sem nánast stálu þessum sigri. KR-ingar voru yfir nánast allan leiktímann í venjulegum leiktíma. Þegar rúmar 2 mínútur voru eftir voru KR-ingar með níu stiga forskot 78:69. ÍR-ingum hafði þá gengið illa að skora og KR-ingar virtust vera með leikinn í höndunum. Léku langar sóknir og virtust vilja láta leiktímann líða. 

ÍR-ingar náðu þá að vinna muninn upp og tryggja sér framlengingu. KR-ingar reyndu þriggja stiga skot hvað eftir annað en ÍR-ingarn áður að skora þrjár auðveldar körfur nærri körfunni. Síðustu sex stig þeirra í venjulegum leiktíma voru með þeim hætti. 

Gerald Robinson reynir skot að körfu KR-inga í kvöld.
Gerald Robinson reynir skot að körfu KR-inga í kvöld. mbl.is/Hari

Framlengingin var kapítuli út af fyrir sig. Eins og undir lok venjulegs leiktíma geta KR-ingar sjálfum sér um kennt. ÍR missti Robinson og Sigga Þorsteins báða út af þegar tvær mínútur voru eftir. KR brenndi af fjórum vítum í röð, Kristófer og Boyd, og héldu ÍR inni í leiknum. Í síðustu sókn KR ætlaði Kristófer að fá boltann nærri körfunni með Sæþór í sér en Sæþór náði að komast inn í sendinguna. ÍR fór í síðustu sóknina. Allir héldu að Capers myndi reyna fyrir sér en hann gaf boltann og boltilnn gekk niður í hornið á Sigurkarl sem var galopinn. Hann var yfirvegunin uppmáluð og setti þriggja stiga skotið niður. 

Mike DiNunno var stigahæstur hjá KR með 27 stig og Julian Boyd skoraði 22 stig. Kevin Capers var stigahæstur hjá ÍR með 28 stig og Matthías Orri Sigurðarson skoraði 20 stig en aðeins 2 á fyrstu 20 mínútunum. 

Michele Di Nunno að leggja boltann ofan í körfu ÍR …
Michele Di Nunno að leggja boltann ofan í körfu ÍR í kvöld. mbl.is/Hari

KR - ÍR 86:89

DHL-höllin, Úrvalsdeild karla, 29. apríl 2019.

Gangur leiksins:: 2:8, 13:14, 18:18, 24:23, 28:25, 35:30, 44:34, 44:40, 50:43, 54:47, 64:50, 66:57, 71:64, 76:69, 78:69, 78:78, 84:82, 86:89.

KR: Michele Christopher Di Nunno 27/7 stoðsendingar, Julian Boyd 22/9 fráköst/3 varin skot, Kristófer Acox 10/9 fráköst/4 varin skot, Helgi Már Magnússon 10, Jón Arnór Stefánsson 9, Björn Kristjánsson 8.

Fráköst: 23 í vörn, 6 í sókn.

ÍR: Kevin Capers 26/5 fráköst/6 stoðsendingar, Matthías Orri Sigurðarson 20/4 fráköst, Gerald Robinson 16/6 fráköst, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 11, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/11 fráköst/3 varin skot, Sæþór Elmar Kristjánsson 4/6 fráköst, Daði Berg Grétarsson 3, Trausti Eiríksson 1.

Fráköst: 24 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Leifur S. Gardarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson.

Áhorfendur: 1200

Helgi Már Magnússon og Matthías Orri Sigurðarson létu að sér …
Helgi Már Magnússon og Matthías Orri Sigurðarson létu að sér kveða í kvöld. mbl.is/Hari
KR 86:89 ÍR opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert