KR knúði fram oddaleik

Helgi Már Magnússon, Finnur Atli Magnússon og Kristófer Acox fagna …
Helgi Már Magnússon, Finnur Atli Magnússon og Kristófer Acox fagna sigri í kvöld. mbl.is/Hari

KR jafnaði gegn ÍR 2:2 í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitil karla í körfuknattleik þegar KR sigraði 80:75 í fjórða leiknum í Hertz-hellinum í Seljaskóla í kvöld. Úrslitin munu ráðast í oddaleik í vesturbænum á laugardagskvöldið. 

Leikurinn var í járnum og mjög jafn lengst af. KR hafði yfir 43:41 að loknum fyrri hálfleik. KR byrjaði afar vel í fyrsta leikhluta og skoraði þá 29 stig. ÍR-ingar voru um tíma fimmtán stigum undir 35:20 en forskotið var að engu orðið þegar leikmenn fóru til búningsklefa í hálfleik. 

Í síðari hálfleik komst ÍR yfir í þriðja leikhluta og náði mest sex stiga forskoti. Það stóð ekki lengi og KR náði aftur frumkvæðinu. KR-ingar höfðu forskot í síðasta leikhlutanum og tókst að halda því. KR náði sex stiga forskoti 74:68 þegar þrjár mínútur eftir þegar Björn Kristjánsson setti niður þrist langt fyrir utan þriggja stiga línuna. Sú karfa reyndist mikilvæg en ÍR náði ekki að jafna eftir það. 

Kristófer Acox tryggði sigurinn á vítalínunni þegar 13 sekúndur voru eftir. Setti þá niður bæði vítin og kom KR í 79:75. 

Stemningin var rosalega í Seljaskóla í kvöld og stuðningsmenn beggja liða héldu uppi miklu stuði. Stuðið heldur áfram og eftir magnaða úrslitakeppninni er við hæfi að úrslitarimman ráðist í hreinum úrslitaleik. ÍR hefur farið í oddaleiki í öllum þremur rimmunum í úrslitakeppninni. 

ÍR getur orðið meistari í fyrsta skipti í 42 ár KR -ingar eru meistarar síðustu fimm ára. 

ÍR - KR 75:80

Hertz Hellirinn - Seljaskóli, Úrvalsdeild karla, 02. maí 2019.

Gangur leiksins:: 5:9, 12:16, 12:20, 18:29, 22:37, 29:39, 39:43, 41:43, 45:49, 51:50, 58:55, 60:61, 60:67, 66:69, 71:74, 75:80.

ÍR: Kevin Capers 17/8 fráköst/9 stoðsendingar, Matthías Orri Sigurðarson 17, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/6 fráköst, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 8/7 fráköst, Trausti Eiríksson 7/10 fráköst, Gerald Robinson 6/6 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 4/5 fráköst, Daði Berg Grétarsson 2, Hákon Örn Hjálmarsson 2.

Fráköst: 30 í vörn, 14 í sókn.

KR: Kristófer Acox 18/7 fráköst, Finnur Atli Magnússon 15, Björn Kristjánsson 14, Julian Boyd 12/8 fráköst/5 stoðsendingar, Michele Christopher Di Nunno 12, Jón Arnór Stefánsson 9/5 stoðsendingar.

Fráköst: 17 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson.

Áhorfendur: 1275

Gerald Robinson sækir að körfu KR-inga í Seljaskóla í kvöld.
Gerald Robinson sækir að körfu KR-inga í Seljaskóla í kvöld. mbl.is/Hari
ÍR 75:80 KR opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert