Versti árangurinn í sögu Bandaríkjanna

Jaylen Brown sækir að pólsku körfunni í dag.
Jaylen Brown sækir að pólsku körfunni í dag. AFP

Þrátt fyrir að Bandaríkin hefðu betur gegn Póllandi í leik um sjöunda sætið á HM karla í körfubolta í Kína í morgun, 87:74, er árangurinn sá versti hjá bandarísku landsliði á HM frá upphafi. 

Bandaríska liðið kom sterkt til leiks og vann fyrsta leikhlutann 28:14 og tókst pólska liðinu ekki að jafna eftir það en staðan í hálfleik var 47:30. 

Donovan Mitchell skoraði 16 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Bandaríkin og Joe Harris skoraði 14 stig. Mateusz Ponitka skoraði 18 stig og tók 7 fráköst fyrir Pólland. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert