Bestu tilþrif landsliðsmannsins (myndskeið)

Tryggvi Snær Hlinason í leik með íslenska landsliðinu gegn Slóvakíu …
Tryggvi Snær Hlinason í leik með íslenska landsliðinu gegn Slóvakíu í febrúar. Ljósmynd/KKÍ/Jónas

Tryggvi Snær Hlinason, landsliðsmaður í körfubolta, lék vel með Zaragoza á Spáni áður en tímabilinu þar í landi var frestað vegna kórónuveirunnar.

Hefur hann leikið alla 23 leiki liðsins í efstu deild á tímabilinu og skorað í þeim 4,5 stig og tekið 2,3 fráköst að meðaltali. Þá lék hann afar vel í Meistaradeildinni. 

Fer tímabilið af stað á Spáni á ný í júní þar sem tólf efstu liðunum verður skipt í tvo sex liða riðla. Mætast liðin innbyrðis og tvö efstu liðin í hvorum riðli fara áfram í undanúrslit. Sigurvegararnir mætast síðan í úrslitum um spænska meistaratitilinn. Fara allir leikirnir fram í Valencia. 

Tryggvi og liðsfélagar hans voru í 3. sæti fyrir fríið og verða í riðli með Real Madríd, Andorra, Valencia, San Pablo og Gran Canaria. 

Svipmyndir frá helstu tilþrifum Tryggva á leiktíðinni má sjá í myndbandi hér fyrir neðan sem Zaragoza birti á Twitter. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert