Rússar og Hvít-Rússar ekki með á EM 2025

Ísland lék við Rússland í undankeppni HM en þar var …
Ísland lék við Rússland í undankeppni HM en þar var Rússum síðan vísað úr keppni. Ljósmynd/FIBA

Rússar og Hvít-Rússar eiga ekki möguleika á að komast í lokakeppni Evrópumóts karla í körfuknattleik árið 2025 vegna innrásar Rússlands í Úkraínu.

Framkvæmdastjórn Evrópska körfuknattleikssambandsins, FIBA-Europe, tilkynnti í dag að komist hefði verið að einróma niðurstöðu um að Rússlandi og Hvíta-Rússlandi yrði ekki heimilað að taka þátt í forkeppni EM sem fer fram í júlí og ágúst í sumar.

Þar með er möguleiki þjóðanna á þátttöku á EM 2025 úr sögunni því þau myndu þurfa að byrja á að komast áfram úr forkeppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka