Firnasterkt ólympíulið Bandaríkjanna

LeBron James er á sínum stað í bandaríska hópnum.
LeBron James er á sínum stað í bandaríska hópnum. AFP/Sean M. Haffey

Bandaríkin munu leggja allt kapp á að vinna til gullverðlauna í körfuknattleik karla á Ólympíuleikunum í París í sumar, ef marka má leikmannahópinn sem mun taka þátt fyrir hönd þjóðarinnar.

Allar stærstu stjörnur Bandaríkjanna í NBA-deildinni eru í leikmannahópnum, þar á meðal reynsluboltarnir LeBron James, Steph Curry og Kevin Durant.

Yngri kynslóðin skipar þá sinn sess þar sem tvær af helstu vonarstjörnum Bandaríkjanna, Anthony Edwards og Tyrese Haliburton, eru í hópnum.

Ógnarsterkir leikmenn á við Joel Embiid, Jayson Tatum og Anthony Davis eru sömuleiðis í hópnum.

Tólf manna leikmannahópur Bandaríkjanna er þannig skipaður:

Bam Adebayo, Miami Heat
Devin Booker, Phoenix Suns
Steph Curry, Golden State Warriors
Anthony Davis, LA Lakers
Kevin Durant, Phoenix Suns
Anthony Edwards, Minnesota Timberwolves
Joel Embiid, Philadelphia 76ers
Tyrese Haliburton, Indiana Pacers
Jrue Holiday, Boston Celtics
LeBron James, LA Lakers
Kawhi Leonard, LA Clippers
Jayson Tatum, Boston Celtics

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert