Miami og New Orleans í úrslitakeppni NBA

Brandon Ingram að fagna sigrinum í nótt.
Brandon Ingram að fagna sigrinum í nótt. AFP/Chris Graythen

Miami Heat og New Orleans Pelicans eru komin í úr­slita­keppni NBA-körfu­bolt­ans í Banda­ríkj­un­um þrátt fyrir að bæði lið voru án lykilleikmanna.

Jimmy Butler gat ekki tekið þátt þegar að Miami tók á móti Chicago Bulls í nótt vegna meiðsla en liðið gerði vel án hans og vann sterkan sigur, 112:91.

Tyler Herro skoraði 24 stig og vantaði aðeins eina stoðsendingu til þess að vera með þrefalda tvennu. Nýliðinn Jaime Jaquez Jr. var svo næststigahæstur með 21 stig.

 

 

Miami mætir Boston Celtics í átta liða úrslitum Austurdeildarinnar en síðustu tvö tímabil mættust þessi lið í úrslitaleiknum.

New Orleans var án síns stigahæsta leikmanns, Zion Williamson, þegar liðið vann 105:98 sigur á Sacramento Kings í nótt.

Brandon Ingram var stigahæstur með 24 stig og Jonas Valanciunas bætti við 19 stigum og tók 12 fráköst.

 

 

New Orleans mætir Oklahoma City Thunder í átta liða úrslitum Vesturdeildarinnar.

Úrslitakeppnin hefst í kvöld og þar mætast í fyrstu umferðinni:

Austurdeild:
Boston - Miami
New York - Philadelphia
Milwaukee - Indiana
Cleveland - Orlando

Vesturdeild:
Denver - LA Lakers
Oklahoma City - New Orleans
LA Clippers - Dallas
Minnesota - Phoenix

Fjóra sigra þarf til að komast áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert