Vöknuðu allt í einu til lífsins

Jalen Brunson hefur átt drjúgan þátt í velgengni New York …
Jalen Brunson hefur átt drjúgan þátt í velgengni New York Knicks í vetur. AFP/Michael Reaves

Deildakeppninni í NBA-körfuboltanum er nú lokið og fengu toppliðin í Austur- og Vesturdeild góða hvíld í vikunni, á meðan liðin í 7.-10. sæti börðust í umspilinu um að komast í úrslitakeppnina.

Í Austurdeildinni hóf Boston Celtics keppni með miklum látum og hélt þeim dampi þangað til síðustu vikuna, þegar ekkert var í húfi. Aðdáendur Boston hugsa eflaust með hryllingi til þess hversu liðið hefur náð að klúðra heimaleikjum seint í úrslitakeppninni um árabil, sem leitt hefur til þess að Celtics hefur ekki komist í lokarimmu deildarinnar nema einu sinni síðan 2010.

„Við klúðruðum þessu í fyrra,“ sagði framherjinn Al Horford. „Við héldum að heimavöllurinn og stuðningur áhorfenda myndi gera gæfumuninn, hvernig sem við spiluðum, sem virkar ekki vel gegn góðum liðum. Hugarfarið hjá okkur nú er allt öðruvísi og við gerum okkur grein fyrir því að við þurfum að spila vel til að vinna.“

Lengi vel leit út fyrir að Milwaukee og Philadelphia myndu veita Celtics harða keppni, en meiðsl Joels Embiids hjá Philadelphia og lystarleysi leikmanna Milwaukee leiddi til þess að Boston tryggði sér toppsætið án þess að svitna. Bæði liðin geta enn sett strik í reikninginn í úrslitakeppninni austan megin.

New York rís úr öskunni

Í ár vaknaði New York Knicks allt í einu til lífsins á ný eftir þriggja áratuga dvala. James Dolan, sem eflaust er versti eigandi atvinnuliðs hér vestra, réð loks hæfa einstaklinga í stjórnunarstöður fyrir tveimur árum og þeir hafa hægt og sígandi byggt upp sterkan hóp, en þar hefur koma Jalens Brunsons frá Dallas síðasta sumar breytt öllu.

Brunson ætti að vera einn af fjórum leikmönnum í baráttunni um leikmann ársins (MVP), ásamt Shai Gilgeous-Alexander hjá Oklahoma, Nikola Jokic hjá Denver og Anthony Edwards hjá Minnesota. Slíkur hefur leikur kappans verið í allan vetur.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert