Framleiðslu Múmínbolla hætt í Finnlandi

Múmínbollarnir eru gríðarlega vinsælir.
Múmínbollarnir eru gríðarlega vinsælir.

Framleiðslu múmínbolla verður fljótlega hætt í Finnlandi. Ákveðið hefur verið að flytja framleiðslu á Arabia-vörunum úr landi en 130 manns störfuðu í verksmiðjunni.  

Múmínbollarnir og aðrar vörur sem tengjast íbúum Múmíndals eru njóta gífurlegra vinsælda um heim allan. Vörurnar þykja fallegar og eru margir safnarnar tilbúnir að greiða háar upphæðir fyrir bolla sem ekki eru lengur framleiddir.

Í frétt finnska miðilsins HBL kemur ekki fram hvert framleiðslan verður flutt en áður höfðu bollarnir verið framleiddir í Finnlandi og Taílandi.

Skapari Múmínálfanna, Tove Jansson, var frá Finnlandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK