Spá lægra olíuverði á næsta ári

Olíuvinnsla í Norðursjó.
Olíuvinnsla í Norðursjó. AFP

Verri efnahagshorfur í heiminum þýða að spurn eftir olíu verður líklegast minni á næsta ári en í ár, samkvæmt nýrri spá Alþjóðaorkumálastofnunarinnar.

Stofnunin spáir því að eftirspurnin muni aukast um 1,2 milljónir tunna á dag á næsta ári. Hún hefur aukist sem nemur um 1,4 milljónum tunna á dag í ár.

Stofnunin gerði fyrr á árinu ráð fyrir því að eftirspurnin myndi vaxa um 1,3 milljónir tunna á dag árið 2017.

Á sama tíma og vísbendingar eru um minni spurn eftir olíu hefur framboð á olíu á heimsmörkuðum aukist verulega. Hefur það þrýst verðinu niður. Verðlækkanir á olíu hafa verið nokkrar undanfarnar vikur.

Verðið á tunnu af Brent-hráolíu var 52 dalir í júnímánuði en lækkaði um 14,5% í síðasta mánuði í kjölfar aukins framboðs og ótta um minni eftirspurn.

Stofnunin bendir jafnframt á að miklar olíubirgðir hafi þrýst verðinu niður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK