Sækir upplýsingar um húsnæðismál

Þeir sem nýta sér mælaborðið geta á einfaldan hátt kallað …
Þeir sem nýta sér mælaborðið geta á einfaldan hátt kallað fram tölulegar upplýsingar með myndrænni framsetningu. Af vef velferðarráðuneytisins

Mælaborð húsnæðismarkaðar er nýtt verkfæri sem sækir upplýsingar um húsnæðismál í ýmsa gagnagrunna og birtir á myndrænan hátt staðreyndir um húsnæðismarkaðinn á Íslandi. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti mælaborðið á málþingi um verkefnið Vandað – Hagkvæmt – Hratt á Grand Hótel í Reykjavík. Þetta kemur fram á vef velferðarráðuneytisins.

Þar segir að ráðuneytið hafi staðið fyrir gerð mælaborðsins í samvinnu við Capacent, með aðkomu ýmissa stofnana og aðila sem búa yfir upplýsingu og þekkingu á húsnæðismarkaðinum.

Þeir sem nýta sér mælaborðið geta á einfaldan hátt kallað fram tölulegar upplýsingar með myndrænni framsetningu, s.s. um;

  • fjölda íbúða á landinu öllu, skipt eftir landsvæðum og sveitarfélögum, (gögn frá 2006-2016)
  • fjölda leiguíbúða á vegum sveitarfélaganna (gögn frá 2006-2016)
  • upplýsingar um fjölda og veltu kaupsamninga eftir svæðum (gögn frá 2006 – 2016)
  • upplýsingar um þinglýsta leigusamninga, fjölda þeirra og leiguverð eftir svæðum (gögn frá 2011 – 2016)
  • upplýsingar um fjármögnunaraðila og tegundir lána (gögn frá 2010-2015)

Allar fjárhæðir í mælaborðinu er á verðlagi hvers árs.

Allir samningarnir koma úr gagnagrunnum Þjóðskrár, sem eru ekki með hnitsetningu á eignum, eru undanskildir við greiningu. Einungis eru upplýsingar um fullbúnar eignir. Upplýsingar um staðgreiðslu- og leiguverð eru fullnægjandi og aðeins ein eign er á viðkomandi samningum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK