Bitcoin-námur hrekjast á brott frá Evrópu

Fyrirtæki sem reka gagnaver í Evrópu eiga undir högg að …
Fyrirtæki sem reka gagnaver í Evrópu eiga undir högg að sækja um þessar mundir. AFP

Síðasta vígi fyrirtækja sem reka gagnaver í Evrópu fyrir bitcoin-námugröft, Svíþjóð, ætlar að afnema skattaívilnanir í júlí næstkomandi.

Það gæti gert það að verkum að fyrirtækin fari með starfsemina úr álfunni.

Orkukreppan í Evrópu, sem að mestu leyti er til komin vegna stríðsins í Úkraínu, hefur hrakið mörg fyrirtæki í gagnaversiðnaði á brott frá Evrópu. Kalt lofslag og ódýrt rafmagn er í nyrstu héruðum Noregs og Svíþjóðar, sem eru ein af síðustu svæðunum í álfunni þar sem ákjósanlegt þykir að reka gagnaver á arðbæran hátt.

Coindesk greinir frá þessu á heimasíðu sinni

Vonbrigði vegna skattahækkunar

Viðmælendur Coindesk telja að skattahækkanirnar í Svíþjóð gætu orðið iðnaðinum að aldurtila. Af þeim sökum eru mörg fyrirtæki byrjuð að leita að hagkvæmari stöðum fyrir reksturinn, enda draga hærri skattar verulega úr arðsemi þeirra.

Þá segir enn fremur að árið 2017 hafi sænsk stjórnvöld samþykkt að lækka skattaálögur á gagnaversiðnaðinn um 98%, í því skyni að laða starfsemi fyrirtækja til sín. Þau urðu þess vegna fyrir talsverðum vonbrigðum með hvernig staðið er að skattahækkuninni, sem að þeirra sögn kemur til framkvæmdar með litlum fyrirvara og án nokkurs samráðs.   

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka