Dómurinn kom á óvart

Sindri Sindrason, til vinstri, ásamt Gylfa Sigfússyni sem lætur af …
Sindri Sindrason, til vinstri, ásamt Gylfa Sigfússyni sem lætur af störfum sem forstjóri Eimskipafélags Íslands núna um áramótin. mbl.is/Eggert

Sindri Sindrason, stjórnarformaður félagsins A1988 ehf. sem hefur verið dæmt til að greiða Samskipum 162 milljónir króna í skaðabætur, auk 42 milljóna í málskostnað, segir að niðurstaða héraðsdóms hafi komið sér á óvart.

Spurður hvort málinu verði áfrýjað segir hann að það komi í ljós á næstu dögum. Ekki sé búið að funda vegna niðurstöðu héraðsdóms.

Í október árið 2011 höfðuðu Samskip skaðabótamál vegna meintra samkeppnisbrota gamla Eimskips. Málið snerist um meinta ólöglega atlögu félagsins að Samskipum á flutningamörkuðum á árunum 1999 til 2002.

Málið á ræt­ur sín­ar að rekja til árs­ins 2002 þegar Sam­keppn­is­stofn­un (síðar Sam­keppnis­eft­ir­litið) hóf rann­sókn á ætluðum brot­um Eim­skipa­fé­lags Íslands á ár­un­um 2001 til 2002, að því er kem­ur fram í dóm­in­um.

Eim­skipi var gert að greiða sekt upp á 310 millj­ón­ir króna en sekt­ar­upp­hæðin var síðan lækkuð í 230 millj­ón­ir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK