Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformaður japanska bílaframleiðandans Nissan, kom fyrir dóm í Japan í morgun í fyrsta skipti frá því hann var handtekinn í nóvember. Ghosn fullyrti fyrir dómnum að hann væri hafður fyrir rangri sök og að gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum væri óréttlátur.
Ghosn er sakaður um að hafa ekki gefið réttar upplýsingar um laun sín og fyrir að hafa notað eignir fyrirtækisins til persónulegra nota utan vinnutíma. Þá er hann sakaður um að hafa leynt 80 milljóna dollara launagreiðslum til sín.
Í yfirlýsingu frá Ghosn sem var lesin upp í dómsal í morgun segir að allar ákvarðanir sem hann hafi tekið hafi verið teknar með vitund og samþykki stjórnar fyrirtæksins.
Farið var fram áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Ghosn í morgun. Motonari Otsuru, lögmaður Gosh, segir að hann verði líklega í haldi í um sex mánuði til viðbótar, eða þar til réttarhöldin hefjast formlega.
Ef Ghosn verður fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi og 750 milljóna króna sekt.