Töpuðu 2,3 milljörðum á lokun

AFP

Breska flugfélagið EasyJet tapaði 15 milljónum punda, 2,3 milljörðum króna, á því að loka þurfti Gatwick-flugvelli í London skömmu fyrir jól vegna drónaumferðar við flugvöllinn. Þetta kemur fram í tilkynningu flugfélagsins til kauphallarinnar í London.

Framkvæmdastjóri EasyJet, Johan Lundgren, segir að flugfélagið hafi orðið af fimm milljóna punda tekjum vegna lokunarinnar og kostnaður vegna farþega hafi numið 10 milljónum punda. Árið fari hins vegar vel af stað hjá EasyJet.

Loka þurfti Gatwick í 36 klukkustundir vikuna fyrir jól vegna fregna af drónaflugi í nágrenni flugvallarins. Þetta hafði áhrif á ferðalög 140 þúsund flugfarþega og stærsti hluti þeirra átti bókað flug með EasyJet eða 82 þúsund. Flugfélagið neyddist til þess að aflýsa 400 flugferðum vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK