Segir stjórnendur Nissan að baki handtökunni

Car­los Ghosn, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður jap­anska bíla­fram­leiðand­ans Nis­s­an, segir stjórnendur Nissan …
Car­los Ghosn, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður jap­anska bíla­fram­leiðand­ans Nis­s­an, segir stjórnendur Nissan standa á bak við handtöku hans. AFP

Car­los Ghosn, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður jap­anska bíla­fram­leiðand­ans Nis­s­an, er sannfærður um að stjórnendur Nissan standi á bak við mál á hendur honum þar sem þeir vildu koma í veg fyrir bandalag franska bílaframleiðandans Renault og japönsku bílaframleiðendanna Nissan og Mitshubishi, sem Ghosn hafði verið að vinna að.

Sak­sókn­ari í Jap­an hefur ákært Ghosn fyr­ir fjár­mála­m­is­ferli en hann var hand­tek­inn í nóv­em­ber og sakaður um að hafa ekki gefið rétt­ar upp­lýs­ing­ar um laun sín og fyr­ir að hafa notað eign­ir fyr­ir­tæk­is­ins til per­sónu­legra nota utan vinnu­tíma.

Ghosn er enn í haldi í Japan og bíður þess að koma fyrir dóm þar sem mál hans verður tekið fyrir. Ghosn hefur nú tjáð sig í fyrsta skipti við fjölmiðla eftir handtökuna og segir hann í samtali við Nikkei business daily, og BBC fjallar um, að ósætti vegna bandalags bílaframleiðendanna þriggja hafi leitt til handtöku hans og standi stjórnendur Nissan á bak við hana.

Ghosn vildi að þegar bandalagið væri frá gengið yrði það ljóst að ein stjórn næði yfir alla framleiðendurna. Það hafi Hiroto Saikawa, forstjóri Nissan, ekki verið sáttur við.

Ghosn neitar öllum ásökunum en mun að öllum líkindum sitja áfram í varðhaldi í Japan, jafnvel svo mánuðum skiptir, á meðan málsmeðferðinni stendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka