Ekki nógu góð í sölu- og markaðsstarfi

Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.
Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.

„Við Íslendingar erum góðir í tæknimálum, þróun og framleiðslu en svo virðist sem við séum ekki sérstaklega góð í sölu- og markaðsstarfi,“ segir Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.

Að sögn Huldar hafa lítil nýsköpunar- og sprotafyrirtæki rekið sig á hversu erfitt er að koma sér á framfæri á erlendum markaði og hafa kallað eftir meiri fræðslu þar um. „Þess vegna höfum við fengið til liðs við okkur einstaklinga sem hafa náð miklum árangri erlendis með sín fyrirtæki og eru að miðla þekkingu sinni til annarra, sem ef til vill eru skemmra á veg komnir. Við erum að leggja þyngdarpunktinn í sölustarfið,“ segir Huld.

Nýsköpunarnefnd FKA og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hafa tekið höndum saman og halda á fimmtudag opinn fræðslufund um sölustarf íslenskra fyrirtækja erlendis. Athygli þurfi í ríkara mæli að beinast að þessum þætti nýsköpunar.

Á fundinum verða sagðar reynslusögur af því sem hefur heppnast vel og líka misheppnast hjá fyrirtækjunum Tulipop, Þórbergssetri, Róró og BioEffect í þeirra sókn á erlendan markað.

Nánari upplýsingar um fundinn má nálgast á Facebook-síðu viðburðarins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK