Óvænt látinn laus gegn tryggingu

Carlos Ghosn.
Carlos Ghosn. AFP

Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan, Carlos Ghosn, verður ekki heimilt að yfirgefa Japan en verður látinn laus gegn tryggingu. Þetta er ákvörðun hæstaréttar Japans og kom ákvörðunin mjög á óvart því í tvígang hefur dómurinn hafnað beiðni lögmanna Ghosn um lausn gegn tryggingu. 

Greiða þarf einn milljarð jena í tryggingu fyrir forstjórann og greina japanskir fjölmiðlar frá því að hann muni væntanlega verða látinn laus síðar í dag. Ýmis skilyrði eru sett fyrir lausninni til þess að koma í veg fyrir að hann geti haft áhrif á rannsókn málsins.

Car­los Ghosn seg­ist ekki hafa tekið svo mikið sem eitt jen ófrjálsri hendi í starfi sínu hjá jap­anska bíla­fram­leiðand­an­um. Hann seg­ir stjórn­end­ur Nis­s­an að baki hand­tök­unni. Hann er ákærður fyr­ir fjár­mála­m­is­ferli.

Hann var hand­tek­inn í nóv­em­ber og sakaður um að hafa ekki gefið rétt­ar upp­lýs­ing­ar um laun sín og fyr­ir að hafa notað eign­ir fyr­ir­tæk­is­ins til per­sónu­legra nota utan vinnu­tíma og hef­ur síðan þá verið í varðhaldi. Sjálf­ur seg­ir Ghosn tíma­lengd varðhalds­ins og þær aðstæður sem hann sæt­ir þar ekki eðli­leg­ar en hann hefur setið rúma þrjá mánuði í varðhaldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka