Ghosn og Kelly vikið úr stjórn

AFP

Samþykkt var á hluthafafundi Nissan í dag að víkja Carlos Ghosn úr stjórn félagsins en Ghosn, sem er fyrrverandi stjórnarformaður og forstjóri félagsins, er sakaður um margvísleg brot í starfi.

Hluthafafundurinn í dag er sá fyrsti hjá Nissan síðan Ghosn var handtekinn 19. nóvember. Jafnframt var samþykkt á fundinum að víkja hægri hönd Ghosn frá, Greg Kelly, sem stýrði starfsemi fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Kelly á einnig yfir höfði sér ákæru í Japan. Í stað Ghosn í stjórn Nissan kemur Jean-Dominique Senard, stjórnarformaður Renault.

Nissan rak Ghosn úr starfi stjórnarformanns nánast um leið og hann var handtekinn en hluthafafund þurfti til að víkja honum úr stjórninni.

Í síðustu viku var Ghosn handtekinn að nýju að beiðni saksóknara í Tókýó. Eins og greint hefur verið frá var Ghosn hnepptur í varðhald í nóvember á síðasta ári vegna ásakana um að hafa ekki greitt skatta af öllum launum sínum, og að hafa nýtt fjármuni Nissan til að leysa úr skuldavanda sem hann lenti í í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar.

Sak­sókn­ar­ar eru sagðir rann­saka nýj­ar ásak­an­ir á hend­ur Ghosn, sem var lát­inn laus gegn trygg­ingu eft­ir að hafa verið yfir 100 daga í haldi.

Fregn­ir bár­ust af því í síðustu viku að rann­sókn stæði yfir á því hvort Ghosn hafi yf­ir­fært 32 millj­ón­ir doll­ara til Oman. Heim­ild­armaður seg­ir að eitt­hvað af þess­um pen­ing­um hafi verið notaðir til að kaupa lúx­ussnekkju handa Ghosn og fjöl­skyldu hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka