19 með hærri laun en Dagur

Guðbrandur Einarsson er tekjuhæstur sveitarstjórnarmanna, þetta árið í það minnsta.
Guðbrandur Einarsson er tekjuhæstur sveitarstjórnarmanna, þetta árið í það minnsta. Ljósmynd/Aðsend

Lítil fylgni virðist vera milli launa sveitarstjórnarmanna og stærðar þeirra sveitarfélaga sem þeir stýra, ef marka má útreikning Frjálsrar verslunar á launum sveitarstjórnarmanna. Þannig hafa nítján sveitarstjórnarmenn hærri laun en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.

Rétt er þó að taka fram að tekjuútreikningar Frjálsrar verslunar byggja á útreikningum úr álagningarskrá ríkisskattstjóra og meta því heildarlaun, en sveitarstjórnarmenn gætu í einhverjum tilfellum haft á höndum launuð aukastörf eða aðrar tekjur. Þá var kosið til sveitarstjórna á miðju síðasta ári og tóku margir við starfi í kjölfar þeirra.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri verður að gera sér að góðu …
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri verður að gera sér að góðu 1,92 milljónir á mánuði. mbl.is/​Hari

Tekjuhæstur sveitarstjórnarmanna er Guðbrandur Einarsson, oddviti Beinnar leiðar í Reykjanesbæ með 2,85 milljónir króna í meðaltekjur á mánuði, en það skýrist af því að hann leysti út uppsafnaðan lífeyrissparnað á árinu upp á annan tug milljóna og greiddi af honum skatt eins og gengur. Næstur Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ og eru tekjur hans 2,65 milljónir króna. Laun hans voru lækkuð síðasta haust.

20 tekjuhæstu sveitarstjórnarmenn:

  1. Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. 2,85 milljónir
  2. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ. 2,65 milljónir
  3. Haraldur L. Haraldsson, fv. bæjarstjóri í Hafnarfirði. 2,49 milljónir
  4. Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi. 2,39 milljónir
  5. Gunnar Valur Gíslason, forseti bæjarstjórnar í Garðabæ. 2,35 milljónir
  6. Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð. 2,34 milljónir
  7. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi. 2,26 milljónir
  8. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð. 2,22 milljónir
  9. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. 2,16 milljónir
  10. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi. 2,13 milljónir
  11. Guðrún Ögmundsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. 2,08 milljónir
  12. Sturla Böðvarsson, fv. bæjarstjóri í Stykkishólmi. 2,06 milljónir
  13. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. 2,05 milljónir
  14. Ásgerður Haraldsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. 2,03 milljónir
  15. Kristinn Andersen, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði. 1,96 milljónir
  16. Margrét Friðriksdóttir, forseti bæjarstjórnar í Kópavogi og skólameistari MK. 1,96 milljónir
  17. Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð. 1,95 milljónir
  18. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. 1,95 milljónir
  19. Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar á Akureyri. 1,93 milljónir
  20. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. 1,92 milljónir
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka