Læknar vel haldnir

Pálmi V. Jónsson ber höfuð og herðar yfir aðra lækna …
Pálmi V. Jónsson ber höfuð og herðar yfir aðra lækna hér á landi, þegar kemur að launum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Pálmi V. Jóns­son, öldrun­ar­lækn­ir og yf­ir­lækn­ir á Land­spít­ala, er launa­hæst­ur lækna á Íslandi ef marka má út­reikn­inga tekju­blaðs Frjálsr­ar versl­un­ar. Mánaðarlaun hans námu 7,22 millj­ón­um króna. Næst­ur er Þor­vald­ur Ingvars­son, bæklun­ar­sk­urðlækn­ir og yf­ir­maður hjá Öss­uri, með 5,12 millj­ón­ir á mánuði og því næst Ei­rík­ur Jóns­son þvag­færa­sk­urðlækn­ir og yf­ir­lækn­ir með 4,44 millj­ón­ir.

Þó nokk­ur fjöldi lækna hef­ur hærri laun en Páll Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­ala, en mánaðarlaun hans voru í fyrra 2,68 millj­ón­ir króna og er um helm­ing­ur þess til­kom­inn vegna yf­ir­vinnu.

Aðrir launa­há­ir lækn­ar eru Lilja Þyrí Björns­dótt­ir, yf­ir­lækn­ir á æðask­urðdeild Land­spít­ala, með 2,79 millj­ón­ir, Krist­inn Tóm­as­son geðlækn­ir, og yf­ir­lækn­ir hjá Vinnu­eft­ir­lit­inu, með 2,97 millj­ón­ir og Sús­anna Björg Ástvalds­dótt­ir, heim­il­is­lækn­ir á Vest­fjörðum, en tekj­ur henn­ar námu 2,72 millj­ón­um.

Alma Dag­björt Möller land­lækn­ir hef­ur rösk­ar 1.900 þúsund krón­ur í mánaðarlaun og Marí­anna Garðars­dótt­ir rönt­gen­lækn­ir með 2,8 millj­ón­ir slétt­ar. Tekju­hæst­ur tann­lækna er Geir Atli Zoega með 2,48 millj­ón­ir á mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK