Tiffany selt á 2 þúsund milljarða

Tiffany & Co á 5. Avenue á Manhattan.
Tiffany & Co á 5. Avenue á Manhattan. AFP

Franska munaðarvörufyrirtækið LVMH hefur gengið frá samkomulagi við hluthafa í bandaríska skartgripafyrirtækinu Tiffany um kaup á því síðarnefnda. Kaupverðið er 16,2 milljarðar Bandaríkjadala, sem svarar til tvö þúsund milljarða íslenskra króna.

Þetta er stærsta yfirtaka LVMH í sögunni og mun auka hlutdeild fyrirtækisins í Bandaríkjunum til muna. Greiddir eru 135 Bandaríkjadalir á hlut í reiðufé eða alls 16,2 milljarðar dala.

Tiffany bætist þar í hóp þekktra vörumerkja innan vébanda LVMH. Má þar nefna Louis Vuitton, Dior og Moët & Chandon.

AFP

Tiffany var stofnað árið 1837 og höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á fimmta breiðstræti í New York, við hlið Trump Tower. Vörumerkið er eitt það þekktasta þegar kemur að lúxus vestanhafs og þeir sem eldri eru muna eftir bók Truman Capote, Breakfast at Tiffany's, sem síðar varð samnefnd kvikmynd með Audrey Hepburn í aðalhlutverki árið 1961. 

LVMH á fleiri skartgripafyrirtæki en þar má nefna Bulgari, Chaumet, Tag Heuer og Hublot.

Frétt Le Monde

Tiffany&Co í París.
Tiffany&Co í París. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK