Nýstofnað fyrirtæki um Hornstrandasiglingar

Sjóferðir sigla á Hornstrandi og í Djúpið.
Sjóferðir sigla á Hornstrandi og í Djúpið. Ljósmynd aðsend

Sjóferðir ehf. hafa skrifað undir kaupsamning á tveimur bátum og bryggjuhúsi Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar. Eigendur Sjóferða ehf eru þau Stígur Berg Sophusson og unnusta hans Henný Þrastardóttir. Sjóferðir munu halda áfram áætlunarferðum á Hornstrandir og um Djúp.

Stígur hefur unnið hjá Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar frá árinu 2006 þar sem hann byrjaði sem háseti en árið 2010 varð hann svo skipstjóri hjá fyrirtækinu.  Hann á sjálfur ættir að rekja til Hornvíkur og er vel kunnugur um svæðið að því er segir í tilkynningu.

Bátarnir eru misstórir, annars vegar er Ingólfur sem tekur 30 farþega. Hann er að auki með krana svo Ingólfur nýtist auk farþegaflutninga í þungaflutninga og vinnuferðir. Stærri báturinn, oft nefnd Drottningin, Guðrún Kristjáns, tekur allt að 48 farþega.

<a href="https://sjoferdir.is/" target="_blank"><strong>Áætlun</strong></a>

fyrirtækisins fyrir Hornstrandir sumarið 2021 er í vinnslu en ljóst er að áætlun hefst 1.júní 2021 og síðasta ferð farin 31.ágúst. 

Hafsteinn og Kiddý ásamt nýjum eigendum Stígi og Henný.
Hafsteinn og Kiddý ásamt nýjum eigendum Stígi og Henný. Ljósmynd aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK