Ekki fá allir greitt að fullu: „Óverulegar eignir“

Flugfélagið Niceair sigldi í gjaldþrot í maí.
Flugfélagið Niceair sigldi í gjaldþrot í maí. Ljósmynd/Aðsend

„Það verður aldrei þannig að allir fái allt. Það gerist líka í sjálfu sér mjög sjaldan, það er alltaf einhver ástæða fyrir því að félög verða gjaldþrota.“

Þetta segir Bjarki Már Baxter, skiptastjóri þrotabús Niceair, í samtali við mbl.is.

Niceair var úrskurðað gjaldþrota þann 23. maí, fjórum dögum eftir að tilkynnt var um að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Í kjölfarið var Bjarki skipaður skiptastjóri.

Bjarki minnir á að kröfuhafar, það eru viðskiptavinir, hluthafar og fleiri, hafi fram til annars ágúst til að gera kröfur í þrotabúið. Bjarki er því ekki kominn með heildaryfirsýn yfir umfang krafna né heildar upphæð krafna í þrotabúið.

Óverulegar eignir í þrotabúinu

Spurður hvort hann sjái fram á að viðskiptavinir Niceair fái greitt úr þrotabúinu segir Bjarki að þrotabúið sé eignalítið og því ekki útlit fyrir að allir fái greitt að fullu til baka.

„Ég mun fara yfir það á kröfuhafafundi en ég get alveg sagt að það virðast vera óverulegar eignir í þessu þrotabúi,“ segir hann en ítrekar að skoðun sín á þrotabúinu er ekki lokið.

Viðskiptavinir neðarlega í forgangsröðuninni

Hann segir að launakröfur starfsmanna séu í forgangi þegar greitt er úr þrotabúinu. Samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti gengur kostnaður af skiptunum fremst allra krafna í þrotabúið.

Á eftir því koma kröfur sem njóta veðréttar eða annarra tryggingaréttinda í eignir þrotabúsins. Þar á eftir koma kröfur vegna vangoldinna launa og annað endurgjald fyrir vinnu. Þar á eftir koma aðrar kröfur tengdar kjarasamningum eins og orlofsfé.

Þá eru fleiri kröfur sem njóta forgangs taldar upp í fimmta til áttunda tölulið fyrstu málsgreinar 112. greinar laga um gjaldþrotaskipti.

Þar á eftir koma almennar kröfur í þrotabúið og þar með taldar kröfur viðskiptavina félagsins um endurgreiðslu. 

Næstar kröfum skv. 109.–112. gr. ganga allar aðrar kröfur á hendur þrotabúi að réttri tiltölu við fjárhæð hverrar, nema þær sem eru taldar í 114. gr.“ Segir í 113. grein laganna.

Þorvaldur kýs ekki að tjá sig

Spurður hvort honum hafi borist margar kröfur í þrotabúið segir hann:

„Já, það er kominn einhver slatti. Ég mun taka þetta saman daginn eftir að fresturinn rennur út. Þetta eru fyrst og fremst birgjar og viðskiptavinir. Það er fjöldi fólks sem hafði keypt inneign eða gjafabréf og eitthvað varðandi starfsmennina sem var óuppgert.“

Þor­vald­ur Lúðvík Sig­ur­jóns­son, stofn­andi Niceair, kaus ekki að tjá sig um málið er mbl.is setti sig í samband við hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK