Forsíða | Innlent | Erlent | Íþróttir | Tækni | Fólk | 200 mílur | Smartland | Matur | | Fjölskyldan | Sporðaköst | Bílar | K100 | Ferðalög | Viðskipti | Blað dagsins

Íþróttir

Grindavík – Valur kl. 19.15, bein lýsing
Grindavík og Valur mætast öðru sinni í úrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta í Smáranum klukkan 19.15.
meira

FH – KR kl. 17, bein lýsing
FH og KR mætast í 7. umferð Bestu deildar karla í fótbolta klukkan 17 á Kaplakrikavelli.
meira

KA – Fylkir kl. 16.15, bein lýsing
KA og Fylkir mætast í 7. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á KA-vellinum klukkan 16.15.
meira

Vestri – Víkingur R. kl. 14, bein lýsing
Vestri og Víkingur úr Reykjavík mætast í Bestu deild karla í fótbolta á Þróttaravellinum í Laugardal klukkan 14.
meira

Jókerinn hrósaði keppinautunum í hástert
Nikola Jokic, Jókerinn, var auðmjúkur eftir að lið hans Denver Nuggets laut í lægra haldi gegn Minnesota Timberwolves í oddaleik í undanúrslitum Vestudeildar NBA-deildarinnar í körfuknattleik í nótt.
meira

Þrír leikmenn hætt komnir eftir skotárás
Þrír leikmenn franska knattspyrnufélagsins Marseille lentu í miður skemmtilegri lífsreynslu í morgun þegar reynt var að ræna þá.
meira

Óskuðu Greenwood dauða
Stuðningsmenn Alavés hrópuðu ókvæðisorð að Mason Greenwood, leikmanni Getafe, þegar liðin áttust við í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu karla í gær.
meira

Sá eini sem klappaði ekki fyrir Klopp (myndskeið)
Jürgen Klopp stýrði sínum síðasta leik sem knattspyrnustjóri Liverpool í gær og var kvaddur með virktum á Anfield eftir 2:0-sigur á Úlfunum í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar.
meira

Vita hve þrjóskur ég get verið
Bandaríkjamaðurinn Xander Schauffele var að vonum hæstánægður eftir að hafa tryggt sér sigur á sínu fyrsta stórmóti í golfi í gær er hann vann PGA-meistaramótið í golfi í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum.
meira

Skoraði fernu gegn Real Madríd
Norski sóknarmaðurinn Alexander Sörloth gerði sér lítið fyrir og skoraði öll fjögur mörk Villarreal í jafntefli liðsins gegn Spánarmeisturum Real Madríd, 4:4, í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi.
meira

Meistararnir felldir á heimavelli
Það verður nýr meistari í NBA deildinni í körfuknattleik í sjötta árið í röð eftir að Minnesota Timberwolves sló út meistara Denver Nuggets í oddaleik liðanna í Denver í nótt í undanúrslitum Vesturdeildarinnar á útivelli, 98:90.
meira

Besta deildin heldur áfram í dag
Sjöunda umferðin í Bestu deild karla í fótbolta hefst í dag og fram fara þrír af sex leikjum umferðarinnar.
meira

City fór fram úr fjórum félögum
Manchester City vann það afrek í gær að verða fyrsta félagið í sögu enska fótboltans til að verða Englandsmeistari karla fjögur ár í röð.
meira

Hákon skoraði - hársbreidd frá Meistaradeildinni
Hákon Arnar Haraldsson skoraði fyrir Lille í lokaleik frönsku 1. deildarinnar í knattspyrnu í kvöld en minnstu munaði að liðinu tækist að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu.
meira

Munaði einu höggi í lokin
Bandaríkjamaðurinn Xander Schauffele tryggði sér í kvöld sigur á PGA-meistaramótinu í golfi á Valhalla-vellinum í Kentucky í Bandaríkjunum eftir æsispennandi lokahring og einvígi við landa sinn Bryson DeChambeau.
meira

Höfum oft unnið í Mosfellsbæ
Reynsluboltinn Ásbjörn Friðriksson lék vel fyrir FH í kvöld þrátt fyrir að liðið hafi tapað fyrir Aftureldingu í fyrsta leik úrslitaeinvígis liðanna á Íslandsmóti karla í handbolta í kvöld.
meira

Kveðjustund Jürgens Klopps (myndskeið)
Jürgen Klopp stýrði karlaliði Liverpool í síðasta sinn er liðið vann Wolves, 2:0, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Anfield í Liverpool í kvöld.
meira

Þreyttur á þessu helvítis fokking silfri
„Það var smá skjálfti í byrjun,“ sagði Gunnar Malmquist Þórsson leikmaður Aftureldingar í samtali við mbl.is eftir að liðið vann sigur á FH, 32:29, á útivelli í fyrsta leik úrslitaeinvígis liðanna í Íslandsmótinu í handbolta.
meira

Þurfum dúndurleik á miðvikudaginn
Keflavík er einum sigri frá því að tryggja sér Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta eftir sigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni í kvöld. Liðin mætast aftur á miðvikudaginn í Íþróttahúsinu í Keflavík þar sem Keflavíkurkonur geta tryggt sér titilinn.
meira

Það er mjög erfitt
Declan Rice, leikmaður Arsenal, var að vonum svekktur er Völlurinn talaði við hann eftir að Manchester City varð Englandsmeistari fyrr í dag.
meira

fleiri