Forsíða | Innlent | Erlent | Íþróttir | Tækni | Fólk | 200 mílur | Smartland | Matur | | Fjölskyldan | Sporðaköst | Bílar | K100 | Ferðalög | Viðskipti | Blað dagsins

Erlent

Þýskur kafbátur ógn við norskt lífríki
Marianne Sivertsen Næss, sjávarútvegsráðherra Noregs, lýsti því yfir á blaðamannafundi í morgun að ætlun ríkisstjórnarinnar væri að ná svo miklu kvikasilfri sem framast væri unnt úr flaki þýska kafbátsins U-864 sem liggur úti fyrir Fedje í Vestland-fylki.
meira

14 ára fangelsi fyrir manndráp
Ungur karlmaður hefur verið dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að hafa stungið tveggja barna móður til bana á jóladegi árið 2022 í Brisbane, Ástralíu. Vakti málið mikinn óhug og er eitt af nokkrum málum sem leiddi til þess að lög er varða unglingaglæpi voru hert í Queensland-fylki í Ástralíu.
meira

AfD enn á lista sem hættuleg öfgasamtök
Hæstiréttur í Þýskalandi úrskurðaði í dag að þýska leyniþjónustan gæti haldið áfram að fylgjast með öfgahægriflokknum Alternative für Deutschland (AfD).
meira

Réttarhöld hafin á ný í hrottalegu morðmáli
Réttarhöld vegna morðsins á hinni 22 ára gömlu Mia Skadhauge Stevn hófust á ný í Álaborg í dag.
meira

Strangari reglur gilda um Booking.com
Evrópusambandið bætti í dag hollenska gistibókunarrisanum Booking.com á lista sinn yfir stafræn fyrirtæki sem náð hafa þeirri stærð að falla undir strangari samkeppnisreglur. Um leið tilkynnti Brussel að sambandið hygðist rannsaka hvort samfélagsmiðillinn X teldist geta notið undanþágu frá reglunum sem Booking.com hlítir nú.
meira

Ísraelsmenn ráðast inn í Jabalia
Harðir bardagar geisa nú í Jabalia-borg í norðurhluta Gasasvæðisins. Ísraelsmenn hafa ráðist aftur inn á viss svæði borgarinnar þar sem þeir telja Hamas-liða safnast þar saman á ný.
meira

Rússar sækja fram í Úkraínu
Rússar hafa náð yfir 30 bæjum og þorpum í norðausturhluta Karkív-héraðs í Úkraínu á sitt vald eftir að hafa hafið óvænta sókn á landamærum Úkraínu á föstudag.
meira

Illa gengur að ná sýkta strokulaxinum
Illa hefur gengið að veiða 14 þúsund strokulaxa sem sluppu úr sjókvíum norska laxeldisfyrirtækisins Lerøy á eldissvæðinu Reitholmen í Noregi í byrjun mánaðarins.
meira

Ítreka áhyggjur af kínverskri gervigreind
Fyrstu tvíhliða viðræður Bandaríkjanna og Kína um gervigreind verða haldnar á morgun. Fulltrúar stjórnvalda í Washington munu þar reifa áhyggjur sínar af því hvernig þau í Peking hafa beitt tækninni fyrir sig, að sögn bandarískra embættismanna.
meira

Hvetja karla til að keyra eins og konur
Frönsk umferðaröryggissamtök hafa hleypt af stað nýrri herferð þar sem karlmenn eru hvattir til að keyra eins og konur. Markmiðið með herferðinni er að fækka dauðsföllum og afsanna staðalímyndina að karlmenn séu betri ökumenn en konur.
meira

Myndi leyfa kjarnavopn í Svíþjóð á stríðstímum
Sænski forsætisráðherrann Ulf Kristersson segist vera opinn fyrir að hýsa kjarnavopn í Svíþjóð á stríðstímum, en gagnrýnendur hafa kallað eftir því að bannað verði að hýsa þau í landinu.
meira

43 látnir og 15 saknað
Að minnsta kosti 43 manns hafa látið lífið vegna flóða á Súmötru í Indónesíu og 15 til viðbótar er saknað.
meira

Hvetja konur til að hætta notkun getnaðarvarna
Bandarískir áhrifavaldar eru í auknum mæli farnir að hvetja fylgjendur sína til að hætta notkun getnaðarvarna með fullyrðingum um að getnaðarvarnir leiði til ófrjósemi og minnki kynhvöt.
meira

Skutu niður 31 úkraínskan dróna í nótt
Rússneski herinn kveðst hafa skotið niður 31 úkraínskan dróna í nótt, yfir nokkrum héruðum Rússlands og einnig yfir Krímskaganum, sem innlimaður var í landið árið 2014.
meira

Eðjuflóð varð tugum að bana
Að minnsta kosti 37 eru látnir eftir skyndileg flóð á indónesísku eynni Súmötru um helgina.
meira

Fjárfesta fyrir 4 milljarða evra í gagnaveri
Microsoft mun verja fjórum milljörðum evra í fjárfestingu til að þróa gagnaver í Frakklandi. Frá þessu er greint í tilkynningu fyrirtækisins frá því í dag.
meira

Rússagrýlan í brennidepli í Litháen
Litháar gengu til forsetakosninga í dag, sunnudag. Þjóðaröryggi er í brennidepli kosningabaráttunnar og vinsælustu frambjóðendurnir vilja auka útgjöld í varnarmálum til að sporna gegn þeirri ógn sem talin er stafa af Rússlandi.
meira

Gengu út þegar Seinfeld var kynntur á svið
Tugir útskriftarnemenda gengu út af útskriftarathöfn Duke-háskólans í Bandaríkjunum í dag þegar grínistinn Jerry Seinfeld, sem hefur opinberlega lýst yfir stuðningi sínum við Ísrael vegna stríðs þeirra á Gasa, hélt ávarp fyrir nemendurna.
meira

Pútín leggur óvæntan ráðherrakapal
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur vikið varnarmálaráðherra landsins til 12 ára úr embætti og tilnefnt efnahagsráðgjafa sinn, sem hefur engan bakgrunn í hernaði, til að taka við embættinu.
meira

Fékk nýra úr svíni og lést tveimur mánuðum síðar
Fyrsti sjúklingurinn til að fara í nýrnaígræðslu með erfðabreyttu nýra úr svíni er nú látinn tveimur mánuðum eftir aðgerðina.
meira

fleiri