Valdar greinar síðustu daga

Fimmtudagur, 25. apríl 2024

Tilraunaþyrla í stuttu stoppi

Tilraunaþyrla Airbus fór frá Reykjavíkurflugvelli snemma í gærmorgun en hún kom hingað til lands frá Kanada síðastliðið mánudagskvöld eftir að hafa verið við prófanir þar við krefjandi aðstæður. Þyrlan er af gerðinni Airbus H175 en samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var hún geymd í flugskýli Gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli auk þess sem áhöfnin fékk þar aðsetur. Meira

Tillaga um Kópavogsmódel var felld

Sjálfstæðismenn segja meirihlutann í Reykjavík neita að horfast í augu við bráðavanda • Meðalaldur barna sem bíða eftir leikskóla hækkar • Ónýtt leikskólapláss 510 • Svarar til 7 leikskóla Meira

Byrðarnar af eftirlitskerfinu

Byrðarnar af eftirlitskerfinu

Taka þarf alvarlega ábendingar um ofvaxnar og íþyngjandi reglur Meira

Trump virkar

Trump virkar

Sett ofan í við þá sem móðguðust þegar Trump viðraði sanngjarna kröfu Meira

Hálsaskógur Lokað vegna myglu. Undirbúnings- og greiningarvinna tók eitt ár. Áætluð verklok eru haustið 2025. Börnin eru í Ævintýraborg á meðan.

Kostnaður meiri en milljón á fermetra

430 fermetra leikskóli endurbyggður fyrir 550 milljónir Meira

Minningar Fólk skoðar sýningu blaðaljósmyndarans Eduardos Gageiros í Lissabon í vikunni á myndum sem hann tók af atburðunum í apríl 1974.

Hálfrar aldar afmæli nellikubyltingarinnar

Baksvið Guðm. Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Haldið er upp á það í Portúgal í dag, að 50 ár eru liðin frá svokallaðri nellikubyltingu þegar ungir herforingjar steyptu einræðisherranum Marcelo Caetano af stóli og bundu með því enda á nærri hálfrar aldar einræði og blóðug nýlendustríð í Afríku. Meira

Alþjóðastarfið Forseti Alþingis, Birgir Ármannsson, sótti ráðstefnu evrópskra þingforseta 22.–23. apríl síðastliðinn í Palma í boði forseta efri og neðri deildar þjóðþings Spánar. Filippus 6. Spánarkonungur heilsar hér Birgi.

Alþjóðastarfið kostar skildinginn

Kostnaður Alþingis vegna þátttöku í alþjóðastarfi er tæpar 344 milljónir síðustu þrjú árin • Fundir og ráðstefnur í útlöndum féllu niður í heimsfaraldri covid • Alþingi tekur þátt í fjölmörgum samtökum Meira

Össur Skarphéðinsson

Gnarr eða Georg í forsetaframboði?

Sá góðkunni fv. ofurbloggari Össur Skarphéðinsson ræskir sig á Facebook vegna umkvartana Jóns Gnarrs, sem finnst nánast svindl að kona sem hefur gegnt stöðu forsætisráðherra leyfi sér að bjóða sig fram gegn honum. Meira

Strætisvagnastöð Íbúðareigendur við Klapparstíg og Skúlagötu eru ósáttir.

Krefjast stöðvunar framkvæmda

Íbúar á Völundarreit við Klapparstíg og Skúlagötu ósáttir við endastöð Strætós • Kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála • Telja breytingu á deiliskipulagi vera ólögmæta Meira

Miðvikudagur, 24. apríl 2024

Raforkuskerðingar Kynda þarf með dísilolíu í sundlauginni á Hólmavík. Aðeins opið í einn pott og gufu.

600 milljóna tap á orkuskerðingu

Skerðing á raforku bitnar á Orkubúi Vestfjarða • Lokun sundlaugar á Hólmavík • 40 þúsund lítrar af dísilolíu notaðir • Aka nemendum í næsta fjörð • Skömmtun ekki boðleg • Virkjunarkostir á svæðinu Meira

Flokksþing Framsóknarflokksins var haldið á Hilton Reykjavík Nordica um sl. helgi. Þar var forysta flokksins endurkjörin.

Orkumálin ofarlega á baugi í Framsókn

Sviðsljós Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is Á flokksþinginu lagði ég áherslu á þau mál sem við erum að vinna að, mikilvægi þess að efnahagsmálin séu tekin föstum tökum, að við vinnum öll sem eitt að því að ná niður verðbólgu og vöxtum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins í samtali við Morgunblaðið, spurður um helstu áherslumál flokksins sem formuð voru á þingi hans sem haldið var um sl. helgi. Meira

Carpe Diem Öll hönnunin miðar að því að styrkleikar íbúanna nýtist sem best og þeir geti notið lífsins sem mest.

Hönnun sem stuðlar að betra lífi

Carpe Diem-heimilið í Noregi hannað fyrir fólk með heilabilun • Aukin tengsl við umhverfið og einföld kennileiti • Garðvinna og hænsni, búð og krá • Breyttur aldurspýramídi hefur áhrif á hönnun borga   Meira

Mótmæli Grindvíkingar mótmæla því hversu langan tíma taki að afgreiða umsóknir og gera kaupsamninga.

20-30 manns vinna fyrir Þórkötlu

Kaupsamningar undirritaðir rafrænt • Samningum við lánveitendur lokið • Ekki stendur til að útvista kaupsamningsgerð á starfandi fasteignasölur • Sýslumenn undirbúa kaupsamninga Meira

Mikilvægar breytingar

Mikilvægar breytingar

Hindrunum rutt úr vegi í örorkulífeyriskerfinu Meira

Varsjá Jens Stoltenberg, Donald Tusk og Rishi Sunak gerðu liðskönnun á skriðdrekasveitum frá bæði Póllandi og Bretlandi fyrir fund sinn í gær.

Stórauka útgjöld til varnarmála

Sunak segir „öxul einræðisríkja“ ógna breskum gildum • Bretar megi ekki verða værukærir • Bandaríkjastjórn hyggst senda langdrægar ATACMS-flaugar Meira

Fullbúið Veiðihús Six Rivers Project við Miðfjarðará í Bakkafirði verður opnað í maí og tekið í notkun fyrir sumarið. Tvö ný hús eru á teikniborðinu.

Ratcliffe byggir tvö ný veiðihús eystra

Áform við Hofsá og Hafralónsá • Verklok við Miðfjarðará Meira

Hringhamar Svanur Karl á framkvæmdasvæðinu í Hafnarfirði í gær.

Nýjar íbúðir á Völlunum rjúka út

Er fasteignamarkaðurinn að taka við sér á nýjan leik? • 22 nýjar íbúðir í Hringhamri í Hafnarfirði seldust á rúmum tveimur vikum • Verktakarnir vilja leggja áherslu á umhverfisvæn vinnubrögð Meira

Hádegisfundur He Rulong, sendiherra Kína á Íslandi, flutti erindi.

Beint flug verði mikil lyftistöng

Baldur Arnarson baldura@mbl.is He Rulong, sendiherra Kína á Íslandi, segir viðræður standa yfir um beint flug til Íslands. Rætt sé um að það geti orðið að veruleika á næstu þremur til fimm árum en hann vilji gjarnan hraða því ferli. Nefndi hann Air China sérstaklega í þessu efni. Meira

Sigurður Már Jónsson

Fellibylur flóttamanna

Blaðamaðurinn Sigurður Már Jónsson fjallar um lamaða innviði vegna hælisleitenda í pistli á mbl.is. Þar vísar hann til fréttar Rúv. um mikið álag á kennara og að ástæðan sé „meðal annars rakin til flókinna nemendahópa og að börn sem ekki hafa íslensku að móðurmáli auki álagið á kennara. Meira

Þriðjudagur, 23. apríl 2024

Sigurður Ingi Jóhannssson

Framsóknarflokkur í kosningaham

Flokksþing Framsóknarflokksins var haldið um helgina, en þrátt fyrir verulegan mótbyr í skoðanakönnunum var mikil eining á fundinum og flokksforystan endurkjörin vandræðalaust. Björn Ingi Hrafnsson á Viljanum er vel kunnugur í Framsókn og fjallaði um hið helsta sem þar fór fram. Ekki síst þó þegar forystumennirnir hnýttu í aðra flokka. Meira

Hvað má þjóðin ekki vita?

Hvað má þjóðin ekki vita?

Það borgar sig illa að fara á bak við þjóðina Meira

Meirihluti þekkir dæmi um spillingu

Skipulagsstarfsfólk og sérfræðingar kannast við frændhygli Meira

Framtíðarsýn Svona gæti Græni iðngarðurinn litið út árið 2030, ef áform um uppbyggingu ganga eftir.

Líf að færast í Græna iðngarðinn

Framkvæmdastjóri Reykjanesklasans segir viðræður í gangi við leigutaka • Álveri breytt í iðngarða • Skálarnir verða hannaðir út frá þörfum leigutaka • Uppbyggingin verður í áföngum og lýkur 2030 Meira

Dæmið gengur ekki upp

Dæmið gengur ekki upp

Vanbúin vísindi eru vandamálið Meira

Komið til hafnar Farþegaskipið MSC Poesia siglir fram hjá Engey á leið sinni í Sundahöfn á sunnudagskvöldið.

Fjölgun farþega með skemmtiferðaskipum

Fyrsta „stóra“ skemmtiferðaskipið komið til Reykjavíkur Meira

Mánudagur, 22. apríl 2024

Heyrn Hætt var að skima fyrir heyrn í grunnskólum á Íslandi árið 2011 en vonir standa til að það breytist í haust.

Vonast eftir skimunum í haust

Tilraunir með einfaldari skimanir • Ekki skimað síðan 2011 • Landlækni ekki kunnugt um ástæður • Dýrt að skima ekki • Gætu nærri skimað án aðstoðar • Við eigum að vera í hópi fyrirmyndarþjóða Meira

Bílaborgir

Bílaborgir

Þegar mál eru endurskoðuð þurfa menn að hafa þor til að spyrna við fæti Meira

Dátar Hermenn við Þingvallaveginn á hernámsárunum.

Njósnað um konur á Íslandi

Yfirvöld gengu langt í því að hnýsast í einkalíf íslenskra kvenna á hernámsárunum og vilja sumir tala um njósnir í því sambandi. Fylgst var með konum sem taldar voru vera í „ástandinu“ eins og Íslendingar kölluðu það ef íslenskar konur áttu í samskiptum við erlenda hermenn. Siðapostular töldu slíkt til merkis um slæmt siðferði og þessum þyrfti beinlínis að hjálpa við að koma þeim inn á brautir sem siðapostulum líkaði. Meira

Félagslíf Á góðri stundu á einum af börum borgarinnar. Það hefur dregið úr drykkju í kringum árshátíðir og segir Ragnheiður Agnarsdóttir það núna heyra til undantekninga að veisluhöldin fari úr böndunum.

Eiga árshátíðir ennþá við?

Greinilegur ávinningur af því að safna öllum starfsmönnum á einn stað • Sumir vinnustaðir hafa brennt sig á að efna til veglegrar veislu í útlöndum • Það þarf að vera skýrt hvenær dagskránni er lokið Meira

Sigþrúður Ármann

Yfirvegun Rúv.

Sigþrúður Ármann varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins vék að því eftir aðalfund Ríkisútvarpsins ohf. í liðinni viku að eitt og annað væri óljóst í upplýsingagjöf þessa ríkisfyrirtækis. Þá velti hún fyrir sér orðum í ársreikningi Rúv. frá 2022, sem reyndar er eins í ársreikningi nú, að markmið stjórnar Rúv. „sé að rekstur þess sé „yfirvegaður og hallalaus“. Meira

Gervigreind Mikið magn af gögnum þarf til þess að þróa gervigreindarforrit á borð við Open AI. Svo mikið magn að allur texti á netinu dugir ekki til.

Mun á endanum skrifa ofan í sjálfa sig

Baksvið Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is Síðla árs 2021 voru starfsmenn Open AI búnir að tæma öll gagnasöfn enskrar tungu á netinu við hönnun á gervigreindarforritinu Chat GPT þegar þeir ákváðu meðvitað að brjóta reglur um höfundarrétt til að nálgast meiri texta. Þetta sýnir rannsókn blaðamanna bandaríska dagblaðsins New York Times. Meira

Strandveiðar Smábátamenn vilja rýmka veiðiheimildir á komandi vertíð, en fækka veiðidögum í mánuði, til að tryggja jafnræði á milli landshluta.

Vilja fækka veiðidögum úr 12 í 10

Smábátamenn vilja að aflahámark í strandveiðum verði afnumið • Það muni tryggja fullt jafnræði strandveiða milli allra landshluta • Segir fulla einingu um málið innan Landssambands smábátaeigenda Meira

Laugardagur, 20. apríl 2024

Logi Einarsson

Óvænt játning fv. formanns

Fram að næstu þingkosningum ætlar Samfylkingin að reyna að sigla lygnan sjó án þess að gefa upp hvernig hún hyggst í raun stýra landinu komist hún í aðstöðu til þess. Formaðurinn Kristrún Frostadóttir gætir þess vandlega að láta aðra svara þegar erfið mál ber að höndum og velur sér umræðuefni og fer með löndum eins og hægt er. Þetta er líklega skynsamleg pólitísk taktík en ekki að sama skapi upplýsandi fyrir almenning í landinu. Meira

Ósáttur Ólafur Ragnar Grímsson var ekki ánægður með framgöngu Morgunblaðsins 1984. Myndin var tekin 1983.

Sjálfsánægðasta viðtal um árabil

Hörð ritdeila Morgunblaðsins og Ólafs Ragnars Grímssonar vegna fréttar um friðarfrumkvæði sex þjóðarleiðtoga • Ólafur Ragnar sagði blaðið gera lítið úr málinu vegna aðkomu hans sjálfs Meira

Skólinn verður byggður sem brú

„Djörf og fersk“ tillaga að nýjum skóla fyrir Vogabyggð • Tengir nýtt hverfi við Fleyvang • Fyrsti áfangi hins nýja skóla á að verða tilbúinn árið 2027 • Gert er ráð fyrir allt að 1.500 íbúðum í hverfinu Meira

Vélar og tál

Vélar og tál

Það stafar engu minni háski af vanstillingu Rússa og yfirgangi en ástandinu í Mið-Austurlöndum Meira

Ríki glundroðans

Ríki glundroðans

Valdatafl klerkanna í Íran er dýru verði keypt Meira

Að minnsta kosti vika í nýtt gos

Skrýtið að tala um annað gos úr kerfi sem er í gangi núna • Helmingur kvikunnar nú fer í neðra hólfið • „Ef við ætlum yfir tíu milljónir rúmmetra þurfum við að minnsta kosti fjóra-fimm daga til viðbótar“ Meira

Birgir Gunnarsson

Batnandi fjárhagur þjóðkirkjunnar

Laus undan dýrum leigusamningi í Katrínartúni • Biskupsstofa tímabundið í Grensáskirkju • Prestsbústaðir í þéttbýli seldir • Laun og launatengd gjöld langstærsti útgjaldaliðurinn Meira

Föstudagur, 19. apríl 2024

Sonja Ýr Formaður BSRB segir að kjaraviðræðunar hafi gengið hægt.

Hægagangur og vaxandi ókyrrð

Lítið hefur miðað í samkomulagsátt um jöfnun launa á milli markaða • Marktæk skref eru forsenda þess að BSRB-félög skrifi undir • Vonast til að sjá fari til lands í viðræðum um breytingar á vaktavinnu Meira

Gleðigjafarnir

Það er margt í mörgu. Árshátíðir eru almennt gleðigjafar og eiga að vera það, en árshátíð Landsvirkjunar gladdi ekki alla þegar upp komst að hún hefði kostað nálægt eitt hundrað milljónum króna. Inga Sæland gekk á forsætisráðherra vegna málsins á Alþingi og sagði hann að þó að blæbrigðamunur væri á að fljúga til Egilsstaða eða Evrópu í slíka ferð, þá tæki hann undir að kostnaðurinn væri verulegur. Og hann var með skilaboð til „allra félaga í eigu ríkisins og stofnana, að við viljum að gengið sé þannig fram að það sé til eftirbreytni. Það er bara svo einfalt“. Meira

Ellefta stund Grindvíkingar eru langþreyttir á fáum svörum, mörgum spurningum og fullkominni óvissu um hvar þeir muni halla höfði í sumar.

Aðeins ein leið fær í Grindavíkurmálum

Ríkisbankinn opni budduna og brúi bilið svo eignakaupakeðjur slitni ekki Meira

Gögn Hui Wen Chan segir að borið saman við Bandaríkin sé raforkuverð og stöðugleiki þess frábær á Íslandi.

Algjör sprenging

Crusoe hefur starfsemi í gagnaverum atNorth • Stærðin og flækjustigið hefur aukist • Sjálfbær orka úr affallsgasi Meira

Akureyri Skera hefur þurft þjónustu niður á sjúkrahúsinu.

Sárt að horfa upp á illa meðferð fjármuna

Ýmis sérfræðiþjónusta ekki lengur á Akureyri • 22 þúsund send suður Meira

Löng saga Saga Tónskóla Sigursveins nær 60 ár aftur í tímann. Á myndinni eru þáverandi nemendur á tónleikum í Hörpu árið 2015.

Erfitt starfsumhverfi tónlistarskólanna

Baksvið Kristján Jónsson kris@mbl.is Forsvarsmenn tónlistarskólanna í Reykjavík eru orðnir þreyttir á erfiðu starfsumhverfi. Samningarnir við Reykjavíkurborg eru framlengdir til eins árs í senn og því erfitt að gera áætlanir til framtíðar. Enn verra þykir þeim þegar framlögin liggja ekki fyrir fyrr en á sumrin þegar mjög stutt er í veturinn eða kennslutímabilið. Snúið sé að skipuleggja skólastarf með jafn stuttum fyrirvara. Meira

Skaðleg ofuráhersla á þéttingu

Skaðleg ofuráhersla á þéttingu

Á sýningunni Verk og vit má finna kraft sem þarf að leysa úr læðingi Meira

Einbeittur Valur á fyrir höndum spennandi verkefni gegn Minaur Baia Mare í undanúrslitum Evrópubikarsins. Björgvin er fullur tilhlökkunar.

Hafa labbað yfir flest lið

Valur mætir Minaur í undanúrslitum • Rúmenarnir verið sannfærandi í Evrópubikarnum • Björgvin bjartsýnn á að Valur feti í fótspor Mulningsvélarinnar Meira

Karlakórinn Esja Kórfélagar taka lífinu létt en öllu gríni fylgir nokkur alvara og á morgun eru það tónleikar.

Nautnamenn með roðslaufu að vestan

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Bangsasúpa er yfirskrift vortónleika Karlakórsins Esju í Háteigskirkju klukkan 16.00 á morgun, laugardag. „Eins og kórstjórinn okkar segir erum við hefðbundinn karlakór með tvisti,“ segir Guðfinnur Einarsson, formaður kórsins frá upphafi, um efnisskrána, en Þórður Árnason gítarleikari verður sérstakur gestur. Meira

Veikt vantraust

Veikt vantraust

Stjórnarandstaða reið ekki feitum hesti Meira

Fimmtudagur, 18. apríl 2024

Jessenius Runólfur Oddsson, Erika Halasova prófessor, Martin Janik aðstoðarrektor alþjóðatengsla, og dr. Victor Guðmundsson kynntu læknanámið í Jessenius-skólanum fyrir íslenskum framhaldsskólanemendum í vikunni.

Öflugt læknanám í hjarta Evrópu

Um 225 Íslendingar eru við nám í læknisfræði í Jessenius-skólanum í Slóvakíu • Mikil reynsla af erlendum nemendum við skólann • Þægilegur bæjarbragur í Martin • Erfitt nám en mjög gefandi Meira