Bíóblaður

Bíóblaður

Star Wars sérfræðingarnir Gummi Sósa, Adam Sebastian og Aron Andri kíktu til Hafsteins til að ræða ýmislegt tengt Star Wars heiminum en þó með sérstakri áherslu á öllu sem Dave Filoni hefur komið nálægt. Í þessum fyrri hluta ræða strákarnir meðal annars hver Dave Filoni er, hversu góðir The Clone Wars þættirnir voru, hvernig Filoni skapaði magnaðan karakter í Ahsoka Tano, hvort Star Wars Rebels séu bestu Star Wars teiknimyndaþættirnir, hversu skemmtileg hugmynd er á bakvið The Bad Batch, hversu geggjuð fyrsta serían var af The Mandalorian og margt, margt fleira. Þátturinn er í boði Sambíóanna og Smash.

#287 Star Wars: Dave Filoni: Part I með Gumma, Adam og AroniHlustað

15. maí 2024