Bókahúsið - hlaðvarp Forlagsins

Bókahúsið - hlaðvarp Forlagsins

Í tíunda þætti segir Hallgrímur Helgason frá öðru bindinu í Segulfjarðarepík sinni um síldarárin miklu, 60 kíló af kjaftshöggum, og talar almennt um skrif, lestur og listsköpun. Hann segist vera að gæla við að skrifa heilan „sextett“ af Segulfjarðarbókum. Áslaug Jónsdóttir, Ólafur Gunnar Guðlaugsson og Rut Guðnadóttir komu svo í „Kryddsíld Bókahússins“, hámuðu í sig síld og kæstan dreka og ræddu skrímsli, furður og yfirnáttúrulegheit í barna- og unglingabókum. Öll voru þau að senda frá sér nýjar bækur, Áslaug skrímslabókina Skrímslaleikur, Ólafur Gunnar ungmennasöguna Ljósberi og Rut Guðnadóttir ungmennabókina Drekar, drama og meira í þeim dúr. 

Tíundi þátturHlustað

21. des 2021