Lagastoð

Lagastoð

Lagastoð er hlaðvarp þar sem fjallað erum lögfræði og lögfræðitengd málefni á mannamáli. Hver er munurinn á réttarstöðu hjúskapar- og sambúðaraðila? Eru til lög um sambúð? Skiptir máli hver er skráður fyrir eignum og skuldum? Er hægt að gera sambúðarsamning? Hvernig skal skipta eignum og skuldum ef sambúðaraðilar slíta sambúð? Þetta eru allt spurningar sem verður svarað í öðrum podcast þætti Lagastoðar. Í þættinum situr Elva Ósk S. Wiium lögmaður og einn af eigendum lögfræðistofunnar Lagastoðar fyrir svörum. Elva Ósk og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, lögmaður og einn af eigendum Lagastoðar ræða einnig um með hvaða hætti er best fyrir foreldra að aðstoða börn sín við kaup á fasteign. Ýmsum spurningum er velt upp. Eru peningalegar gjafir foreldra til barna skattskyldar? Hvaða fjárhagslegar ráðstafanir þurfa aðilar að gera þegar þeir fara í annað samband. Farið verður yfir muninn á hjúskapareign og séreign og skiptingu eigna við skilnað. Hvað gerist ef ágreiningur kemur upp við skiptingu eigna og skulda við skilnað? Í hvaða tilvikum eru kaupmálar gerðir? Elva Ósk mun fara yfir raunveruleg dæmi til skýringar og einnig verður farið yfir nýlega dóma Landsréttar og Hæstaréttar. Þátturinn er í boði: https://lagastod.is/  

Sambúðar og hjúskaparmálHlustað

08. nóv 2021