Lifum lengur

Lifum lengur

Miklu hættulegra er fyrir ungabarn að smitast af RS vírus eða almennri inflúensu en kórónuvírusnum að mati Bryndísar Sigurðardóttur smitsjúkdómalæknis sem segir börn vera með öðruvísi viðtaka í slímhúðinni en fullorðnir eru með og því nái kórónuvírusinn í flestum tilfellum ekki bólfestu í líkama barna. Ungabörn og börn langt frameftir grunnskólaaldri virðast nær einkennalaus þótt þau greinist með Covid-19 smit. Helga Arnardóttir ræðir við Bryndísi um skýringar á því af hverju börn veikjast síður af Covid-19, hvernig ófrískar konur hafa komið út úr Covid-19 veikindum, hvað nýjustu rannsóknir sýna um hegðun vírussins og lyfjaþróun í heiminum við þessum sjúkdómi sem getur ýmist verið nær einkennalaus eða lífshættulegur í sumum tilfellum. Sjónvarp Símans styrkir þessa hlaðvarpsþáttaröð en báðar sjónvarpsþáttaraðir af Lifum lengur eru sýndar hjá Sjónvarpi Símans Premium. Fyrsta þáttaröðin fjallar um fjóra lykilþætti heilsu; næringu, hreyfingu, andlega heilsu og svefn. Sú seinni fjallar um langlífustu þjóðir heims á svokölluðu Bláu svæðunum þar sem Helga Arnardóttir heimsækir langlífa bæði erlendis og hér á landi og kafar ofan í leyndarmál langlífis.

#11 Börn og Covid-19. Hvernig bregðast börn við smiti?Hlustað

18. apr 2020