Söguskoðun

Söguskoðun

Í þættinum í dag ræða Andri og Ólafur veldi múslima á Spáni 711-1492. Á 7. og 8. öld breiddist íslam leiftursnökkt út frá Arabíu í allar áttir. Árið 711 féll ríki Vísigota á Íberíuskaga fyrir Aröbum og Berbum frá Norður-Afríku, og á nokkrum árum lögðu múslimar nánast allan skagann undir sig. Ríki múslima á Spáni var kallað Al-Andalús. Það var hluti av heimsveldi Umayyada, um tíma sjálfstætt emírdæmi og kalífadæmi. Höfuðborgin Cordoba var blómleg heimsborg, sem iðaði af verslun og menningu, en Al-Andalús var einnig þjakað af stanslausum hernaði við kristnu ríkin í norðri. Frá 11. öld þrýstu kristnu ríkin múslímum hægt og rólega sunnar og sunnar. Síðasta vígi múslima á Spáni féll árið 1492 eftir nær 800 ára yfirráð. Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:Soguskodun.com | soguskodun@gmail.comEinnig á Facebook og Youtube. Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla.

83 - Al-Andalus: Veldi múslima á SpániHlustað

02. mar 2024