Þú veist betur

Þú veist betur

Strengjafræði, kettir, sjómennska, internetið, kaffi, dópamín, súkkulaði, hvalir, tíska, steypa, kristin trú, ásatrú, eldgos, viðskiptasiðfræði, hlaup, taylor swift, skátar, líftækni, balkanskagi, hjólaskautaat,, bandaríkin, fæðingar, eurovision, sjókvíaeldi og drag. Þetta eru viðfangsefnin sem við höfum lært meira um á þessu útsendingarári, frá byrjun september 2023 til loka maí 2024. Þetta eru eitthvað í kringum 30 klukkutímar af efni, þættirnir í heildina orðnir 118 ef við teljum þennan hérna með. Og núna, fer ég og þú veist betur í sumarfrí með klípu af fæðingarorlofi. Það breytir þó litlu varðandi hvenær þættirnir byrja aftur, því ég geri ráð fyrir því að það verði á sama tíma og síðast, þ.e. í byrjun september á þessu ári. En til að setja smá punkt yfir hið fræðilega i langaði mig til að horfa aðeins til baka, rifja upp búta og klippur frá þessu tímabili og hugsanlega vekja áhuga ykkar á einhverju sem þið slepptuð á sínum tíma. Því fyrir mér er þetta allt saman merkilegt, að minnsta kosti forvitnilegt. Við byrjum því ekki á kynningu frá neinum viðmælanda heldur dembum okkur strax í fyrstu klippur.

Úrval 2023-2024Hlustað

26. maí 2024