Kvikmyndagerð eins og hörð fíkniefni

Kvikmyndagerð er eins og að taka hörð fíkniefni, að mati kvikmyndargerðarmannsins Marjane Satrapi en mynd hennar Persepolis er sýnd á RIFF kvikmyndahátíðinni. Myndin var bönnuð í Íran en Satrapi segist stolt af því að verslað sé með myndina á svörtum markaði. Persepolis lýsir uppvaxtarárum kotroskinnar og opinskárrar stúlku í Íran á meðan á íslömsku byltingunni og eftirmálum hennar stendur.