Fréttir Mánudagur, 14. apríl 2025

Sigríður Á. Andersen

Misskilningur um afstöðuna til ESB

Íslensk stjórnvöld láta vera að leiðrétta misskilninginn Meira

Maríuborg Á annan tug starfsmanna leikskólans hætti þar störfum vegna ástandsins og sökuðu þeir leikskólastjórann um ófaglega stjórnhætti.

Skólastjórinn hættir störfum

Umdeildur leikskólastjóri á Maríuborg í Úlfarsárdal hefur hætt störfum eftir þrýsting frá foreldrum sem höfðu lýst vantrausti á hendur henni. Agnes Veronika Hauksdóttir, nú fyrrverandi leikskólastjóri, segir í samtali við Morgunblaðið að hún hafi gert samkomulag um starfslok við Reykjavíkurborg Meira

Efstaleiti ESB hefur kostað umfjöllun Rúv. um innleiðingu regluverks þess hér á landi. Stjórnarmaður telur fullt tilefni til að það verði gaumgæft.

Evrópustyrkir til Rúv. athugaverðir

LIFE-áætlunin kostaði pólitískan áróður og styrkir Rúv. Meira

Skóli Boðað hefur verið til samverustundar á morgun, þriðjudag.

Tveir piltanna enn á gjörgæsludeild

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki hefur boðið til samverustundar í skólanum á þriðjudaginn vegna alvarlegs umferðarslyss sem átti sér stað í nágrenni Hofsóss á föstudaginn þar sem fjórir ungir piltar slösuðust Meira

Samfylking Kristrúnu Frostadóttur formanni Samfylkingar var vel fagnað á landsfundi flokks síns um helgina.

„Í þjónustu þjóðar og vinnandi fólks“

Kristrún meitlar stefnuna á landsfundi Samfylkingarinnar Meira

Sport Íþróttahreyfingin treystir á sjálfboðaliðastarf á öllum sviðum.

UMFÍ OG ÍSÍ með yfir 7.000 sjálfboðaliða

Milljarðar ef greitt yrði fyrir vinnu l  Karlar í meirihluta l  Komið í skóla Meira

Afi Ágúst með sonardætrum sínum Elísabetu Unu, Maríu Guðrúnu og Kristrúnu Ágústsdætrum við verkið.

Gáfu kirkjunni málverk

Seltjarnarneskirkju færð vegleg listaverkagjöf í gær l  „Verkið er gefið í minningu mesta tónskálds Íslendinga“ Meira

Mun einnig fela í sér hagræðingu í ríkisrekstrinum

Miðflokkurinn leggur til að lögum um endurnýjun ökuskírteina verði breytt Meira

Þétting Í tillögunni er sýnd lágreist byggð á fótboltavelli við Suðurhóla. Byggingarmagn á leikskólalóðum og verslunarmiðstöðinni var ekki sýnt.

Þétting við Suðurhóla kynnt í skipulagsráði

Tillaga um þéttingu byggðar við Suðurhóla í Efra-Breiðholti var kynnt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í síðustu viku. Í framlögðum gögnum Studio Bua sem kynnt voru ráðinu kemur fram að umrætt svæði nái yfir verslunarmiðstöðina Hólagarð ásamt… Meira

300 milljónir í gervigrasið

Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að verja 300 milljónum króna í endurnýjun og lagfæringu á þremur gervigrasvöllum í borginni í ár. Um er að ræða aðalvöllinn á íþróttasvæði ÍR í Mjódd, aðalvöll Leiknis við Austurberg og æfingavöll Víkings í Fossvogi Meira

Kvikmyndaskólinn Nemendur benda á að þeir séu hluti af mikilvægu þekkingarsamfélagi sem megi ekki hverfa á einni helgi að illa ígrunduðu ráði.

Krefjast viðeigandi lausnar

Nemendur Kvikmyndaskóla Íslands segjast í opnu bréfi til barna- og menntamálaráðherra vilja viðeigandi lausn í máli skólans, en eins og fjallað hefur verið um varð skólinn gjaldþrota í lok mars. Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur síðan sagt nemendum standa til boða að ljúka námi frá Tækniskólanum Meira

Skák Jóhann Hjartarson er einum vinningi á eftir fimm efstu.

Fimm skákmenn deila efsta sæti

Jafntefli efstu manna opnaði glugga • Jóhann Hjartarson efstur Íslendinga   Meira

Bílastæði Fyrirhugað var að bæta við bílastæðum á lóð fyrirtækisins.

Takmarka getu rekstraraðila

Bílaumboðinu BL við Sævarhöfða hefur verið neitað um að fjölga bílastæðum á lóð fyrirtækisins. Fyrirhugað var að byggja límtrésbyggingu á lóðinni á tveimur hæðum þar sem bílageymsla yrði auk verslunar- og þjónustustarfsemi Meira

Landlæknir Heilbrigðisstarfsfólk er vel menntað, hefur mikinn metnað og fagmennskan er í fyrirrúmi, segir María Heimisdóttir hér í viðtalinu.

Gagnreynd þekking, gæði og öryggi

„Helsti styrkleiki heilbrigðiskerfisins á Íslandi er ótrúlegur mannauður þess. Almennt er heilbrigðisstarfsfólk hér vel menntað og hefur mikinn metnað fyrir því að veita góða þjónustu. Fagmennskan er í fyrirrúmi; mannleg umhyggja og hlýja sem… Meira

Lýðheilsa Létt spjall í laufskála.

Lýðheilsa kallar á þátttöku allra

Þegar talað er um lýðheilsu dettur flestum kannski í hug hreyfing og hollt mataræði. Hér er þó miklu meira undir, segir María Heimisdóttir; í raun allt sem gert er og hefur áhrif á heilsu almennings Meira

Spenna Jóhannes Haukur Jóhannesson og Ólöf Halla Jóhannesdóttir í hlutverkum sínum í Kulda. Fjórir spennuþættir verða sýndir um páskana.

Lengri útgáfa af spennutrylli Yrsu

Kuldi varð að sjónvarpsþáttaröð • Sýnd á RÚV um páska Meira

Reykjavík 112 Þorsteinn Bachmann og Kolbeinn Arnbjörnsson í hlutverkum sínum í nýjum spennuþáttum sem fara í sýningar á miðvikudagskvöldið.

Fimm þátta­raðir á leiðinni

Mikil gróska er í íslensku sjónvarpi um þessar mundir. Ekkert lát virðist vera á gerð stórra og vandaðra þáttaraða og á næstunni koma fleiri slíkar fyrir augu landsmanna. Á miðvikudaginn hefjast sýningar í Sjónvarpi Símans á Reykjavík 112, nýrri… Meira

Galopinn Trump og samstarfsmenn hans hafa gefið í skyn að það hafi alltaf staðið til að semja og að tollarnir sem lagðir voru á um daginn hafi bara átt að hrista upp í fólki og fá þjóðir að samningaborðinu með hraði.

Semja við 90 lönd á 90 dögum

Efasemdir um hvort að stjórnkerfið ráði við þá samningalotu sem er fram undan • Trump á enn eftir að skipa í stöður og allir hafa nóg að gera • Oft tekur það nokkur ár að ljúka gerð fríverslunarsamninga Meira

Varsjá Christine Lagarde bankastjóri Seðlabanka Evrópu veifar vísifingri framan í kollega og fjármálaráðherra.

Vaxtalækkun á leiðinni í Evrópu

Vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Evrópu á skírdag • Væntingar og vísbendingar um 2,25% stýrivexti •  Framhaldið er óljósara •  Mikið veltur á vígvæðingu, útgjaldaáformum ESB og afleiðingum þeirra Meira

Frans páfi mætti hress í ­hátíðarmessu

Frans páfi lét sig ekki vanta í messu á pálmasunnudegi í Vatíkaninu í gær. Þrátt fyrir að vera enn í endurhæfingu eftir að hafa barist við lungna­bólgu í báðum lung­um í rúman mánuð kom páfinn gestum Péturstorgs á óvart og óskaði þeim gleðilegs pálmasunnudags með bros á vör, og án súrefnis­slanga Meira

Birgitta í sérflokki á bókasöfnum landsins

Birgitta Haukdal er vinsælasti rithöfundur landsins ef litið er til útlána á bókasöfnum í fyrra. Bækur hennar voru lánaðar út um 34 þúsund sinnum á síðasta ári. Það er nokkru meira en bækur helstu keppinauta hennar í vinsældum, þeirra Yrsu Þallar Gylfadóttur og Ævars Þórs Benediktssonar Meira

Frá afhendingu heiðursorðunnar Frá vinstri: Aleksander Kropiwnicki sendiherra Póllands, Sigrún Guðnadóttir forstöðumaður, Sylwia Zajkowsk, umsjónarmaður pólska starfsins, og Alicja Szreder-Soroka konsúll

Sigrún og Kasia sæmdar heiðursorðu Póllands

Aleksander Kropiwnicki, sendiherra Póllands á Íslandi, sæmdi fyrir skömmu Sigrúnu Guðnadóttur, forstöðumann Bókasafns Hafnarfjarðar, fyrir hönd Donalds Tusks forsætisráðherra Póllands, heiðursorðu Póllands fyrir öflugt menningarstarf í þágu Póllands og Pólverja Meira