Fréttir Mánudagur, 7. apríl 2025

Villt um fyrir Alþingi

Ríkisendurskoðun var vanhæf til að gera úttekt á Íslandspósti vegna starfa sinna fyrir fyrirtækið, að mati Félags atvinnurekenda. FA hefur nú sent erindi þess efnis til innviðaráðuneytisins. FA segir Ríkisendurskoðun m.a Meira

Uppgjör borgarinnar er án lagastoðar

Ósamræmi á milli laga og reglugerðar í reikningsskilum Meira

Guðmundur Kristjánsson

Stjórnvöld geta ekki spilað einleik

Brýnasta verkefni sjávarútvegsins er að ná betri samskiptum við stjórnvöld, að mati Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims hf., en Guðmundur var einróma kosinn formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á ársfundi á föstudag Meira

Torfajökull Skjálftavirkni jókst einnig samhliða óróanum.

Gömul eldstöð minnir á sig

Órói á Torfajökulssvæðinu sótti aftur í sig veðrið á níunda tímanum í gærkvöldi eftir að hafa dottið niður á laugardag. Sérfræðingar segja að óróinn tengist líklega breytingum í háhitakerfi á svæðinu Meira

Tollar Viðvörunarbjöllur eru á lofti í ferðaþjónustunni. Óttast fækkun bandarískra ferðamanna hérlendis vegna áhrifa álagningar tolla.

Fækkun gæti skilað milljarða tapi

Fækkun bandarískra ferðamanna er mikið áhyggjuefni fyrir ferðaþjónustuna • Bandaríkjamenn eru yfir þriðjungur ferðamanna sem koma til landsins árlega • Áhrifin gætu komið fram síðla sumars Meira

Friðrik Ólafsson, skákmeistari

Friðrik Ólafsson, skákmeistari og fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis, lést á líknardeild Landspítalans 4. apríl, 90 ára að aldri. Friðrik fæddist 26. janúar 1935 í Reykjavík og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Sigríður Ágústa Dorothea Símonsdóttir húsmóðir og Ólafur Friðriksson skrifstofumaður Meira

Minnist stórbrotins skákmeistara

„Hann var sannur brautryðjandi skáklistarinnar á Íslandi og vakti kornungur athygli fyrir glæsileg tilþrif á skákmótum hér á landi og víða erlendis. Hvert afrekið rak annað þar til hann var útnefndur stórmeistari og komst í hóp áskorenda til… Meira

Silungar Dauðir silungar hafa fundist víða í Varmá.

Áhyggjur af mengun í Varmá

„Við höfum áhyggjur af þessu, þetta er hluti af umhverfi íbúa í Ölfusi og gesta þeirra. Áin rennur fram hjá nokkuð þéttbýlu svæði, eins og Bæjarþorpinu og Bláengi þar sem allnokkrir búa. Síðan er þetta veiðiá og við höfum verið að beina því… Meira

Ökuskírteini Rafrænt skírteini má nota hér á landi en ekki erlendis.

7.000 manns bíða eftir ökuskírteini

Um 7.000 manns bíða nú eftir ökuskírteini. Ástæðan er sú að þegar framleiðsla ökuskírteina hófst aftur á Íslandi, eftir að þau höfðu verið framleidd í Ungverjalandi í rúman áratug, safnaðist upp biðlisti Meira

Félagsbústaðir Borgin metur eignir Félagsbústaða á gangverði.

Ágreiningur um lögmæti eignamats

Reykjavíkurborg sögð meta eignir Félagsbústaða á hærra verði en heimilt sé • Misskilnings sagt gæta hjá borginni • Samstæðureikningur ekki í samræmi við lög • Lög eru rétthærri reglugerðum Meira

Heimilisofbeldi Afgerandi kynjamunur var í niðurstöðum rannsóknarinnar en af 42 málum voru 40 þolendur konur en aðeins tveir voru karlar.

Refsiramminn ekki fullnýttur

Freydís Jóna Freysteinsdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, og Helga Katrín Hjartardóttir félagsráðgjafi kynntu á dögunum niðurstöður rannsóknar um ofbeldi í nánum samböndum eins og það birtist í dómum Meira

Íslandspóstur Málefni fyrirtækisins eru til umræðu sem fyrr. Félag atvinnurekenda sakar eftirlitsaðila um að vanrækja eftirlit með Póstinum.

Ríkisendurskoðun hafi verið vanhæf

FA finnur að stjórnsýslu Ríkisendurskoðunar í póstmálum Meira

Ólga Ríkislögreglustjóri ráðlagði HSÍ að leikið yrði án áhorfenda.

Lögregla óttast reiði í garð Ísraels

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að ráðleggingar til HSÍ um að tveir umspilsleikir kvennalandsliðsins í handbolta gegn Ísrael verði spilaðir fyrir luktum dyrum helgist af vinnu greiningardeildar Meira

Öryggi Jóhanna segir aðstæðurnar á veginum verulega hættulegar

Segir öryggi verulega ábótavant

Kalla eftir viðbrögðum sveitarfélagsins til að tryggja öryggi hestamanna Meira

Slökkvilið Helsta markmið úttektarinnar á slökkvivatni vatnsveitna á Íslandi er að bæta aðgengi slökkviliða að nauðsynlegu vatni við slökkvistörf.

Vilja bæta aðgengi slökkviliða að vatni

Brunavarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjunarstofnunar (HMS), Félag slökkviliðsstjóra á Íslandi (FSÍ) ásamt Fagráði vatnsveitna SAMORKU, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi hafa hafið samstarf er varðar samræmda úttekt á slökkvivatni vatnsveitna á Íslandi Meira

Mæðgur Ég trúi að sú hjálpin sem hér fæst skipti máli; svo ótrúlega oft hef ég séð hvernig fólk öðlast vonina að nýju til dæmis eftir þá leiðsögn kirkjunnar, segir sr. Steinunn Anna, hér í kirkjunni með Selmu Kristínu dóttur sinni.

Kirkjuvörðurinn er með hvítan kraga

„Kirkjan er minn staður,“ segir sr. Steinunn Anna Baldvinsdóttir, prestur við Seljasókn í Reykjavík. Hún kom til starfa við Seljakirkju í Breiðholtinu fyrir ellefu árum sem æskulýðsfulltrúi og kirkjuvörður og var þá raunar flestu kunnug… Meira

Ópíóðar Töflurnar innihéldu ekki oxýkódon heldur nítazene.

Táningar handteknir í Leifsstöð

Tvær táningsstúlkur voru handteknar fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning á Keflavíkurflugvelli fyrir viku. Þær flugu til Íslands frá Þýskalandi og eru með evrópskt ríkisfang. Önnur þeirra er sautján ára að verða átján, og því undir lögaldri, en hin er fædd árið 2005 og verður tvítug á þessu ári Meira

Ársfundur Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi héldu ársfund sinn undir yfirskriftinni „Tækifærin í bláa hagkerfinu.“

Sækist eftir samtali við stjórnvöld

Guðmundur Kristjánsson í Brimi hf. er nýr formaður Samtaka fyrirtækja í sjávatrútvegi • Kosinn einróma • Stjórnvöld verða að leggja fram gögn • Sama á að ganga yfir allar atvinnugreinar Meira

Gasaströndin Minnst 44 féllu í árásum Ísraelshers á Gasaströndinni í dag. Á myndinni sést ung palestínsk stúlka sem særðist í árás á Gasaborg.

Ísraelsher viðurkennir mistök í árás

Myndskeið látins viðbragðsaðila afsannar fullyrðingar Ísraelshers um „grunsamlega“ bílalest • Fimmtán létust í árásinni • Eins er enn saknað • Á fimmta tug fórust í árásum á Gasa í dag Meira

RN Le Pen var á dögunum dæmd í fangelsi fyrir fjármálamisferli.

Ætlar ekki að gefast upp

Marine Le Pen, leiðtogi frönsku þjóðfylkingarinnar (RN), heitir því að gefast ekki upp á draumum sínum um forsetaframboð eftir að hafa verið dæmd fyrir pólitískt fjármálamisferli í síðustu viku. Le Pen var dæmd í fjögurra ára fangelsi, þar af tvö ár … Meira

Skólaforðun Vandinn virðist færa sig niður í yngri bekki grunnskóla þar sem erfiðara er að grípa inn í áður en orðið er um seinan.

Sum börn ekki mætt í skólann í tvö ár

Skólaforðun barna í íslenskum grunnskólum er viðamikið vandamál sem virðist færa sig niður í yngstu bekki grunnskóla. Til eru dæmi þar sem börn allt niður í fyrsta bekk mæta ekki í skólann í lengri tíma Meira

Karlakórar Atli Guðlaugsson stjórnar Karlakór Hreppamanna og Sprettskórnum saman fyrir tónleikaröð. Hér eru kórarnir á æfingu í kirkjunni um helgina og Sigurður Helgi við píanóið.

Hreppamenn og Sprettur saman í kór

Karlakór Hreppamanna og Sprettskórinn undirbúa söngferð til Vesturheims í sumar með því að halda þrenna tónleika sameiginlega á næstu dögum. Atli Guðlaugsson stjórnar báðum kórunum og því hæg heimatökin að sameina þá, alls um 80 söngmenn Meira