Fréttir Laugardagur, 27. júlí 2024

Óvenjuleg setningarathöfn Ólympíuleikanna í París á Signu

Ólympíuleikarnir 2024 voru settir í París í gærkvöld með óvenjulegri setningarhátíð sem fram fór á og við ána Signu þar sem um 300 þúsund áhorfendur fylgdust með íþróttafólkinu og fylgdarliði þess sigla á misstórum bátum niður ána Meira

Blasir við að gæðamálum sé ábótavant

Fyrrverandi forstjóri Menntamálastofnunar ómyrkur í máli Meira

Jarðhræringar Telur litlar líkur á að það gjósi innan bæjarmarkanna.

Líkur á eldgosi en ekki í bænum

Telur forsendur Veðurstofunnar um hreyfingar vegna kvikuflæðis ekki á rökum reistar • Gosið 14. janúar er undantekningin sem sannar regluna • Sprungurnar eru til komnar vegna hnikunar plötuskila Meira

Þykkvibær Upptökuvélin á akri.

Sprettan góð og nóg af kartöflum

„Í verslunum ætti að vera nóg af nýjum kartöflum,“ segir Hjalti Egilsson bóndi á Seljavöllum í Hornafirði. Þar var byrjað að taka upp kartöflur 15. júní; afurðir sem Innnes og Bananar dreifa í verslanir Meira

Löng starfsævi Íslendinga styttist óðum

Starfsævi Íslendinga lengst í Evrópu • Eru að jafnaði 45,7 ár á vinnumarkaði Meira

Vindmyllur Tilraunavindmyllur Landsvirkjunar við Búrfell.

Semja um tengingu vindorkuvers

Landsnet og Lands­virkj­un hafa gert með sér sam­komu­lag um teng­ingu nýs vindorku­vers, svonefndan Búr­fells­lund, inn á raf­orku­flutn­ings­kerfið. Verið verður það fyrsta af þess­ari stærðargráðu á Íslandi og jafn­framt ein afl­mesta… Meira

Undirbúningur Unnið er hörðum höndum við að undirbúa hátíðarsvæðið í Herjólfsdal fyrir Þjóðhátíðina.

Undirbúningur á fullu fyrir Þjóðhátíð

150 ára afmæli í ár • Gamlar hefðir teknar upp að nýju Meira

Skólabörn Fyrirlagning samræmdu könnunarprófanna misfórst þegar Arnór var forstjóri Menntamálastofnunar.

Segir ráðherra hafa skort áhugann

Fyrrverandi forstjóri Menntamálastofnunar segir gæðamálum ábótavant í íslensku skólakerfi • Segir PISA-prófið eina mælikvarðann • Skortir bæði fjármagn og áhuga til að sinna málaflokknum betur Meira

Ráðherra Í bréfi umboðsmanns er óskað eftir svörum frá Ásmundi.

Ásmundur Einar krafinn um svör

Umboðsmaður barna hefur óskað eftir svörum frá Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra. Í bréfi sem umboðsmaður sendi ráðherra í vikunni spyr hann hvort til staðar sé skýr og heildstæð áætlun um innleiðingu á nýju samræmdu námsmati Meira

Druslugangan Í ár verður litið til bakslags í réttindamálum í göngunni.

Ókvæðisorð hrópuð að skipuleggjendum

„Við erum að biðla til allra að fjölmenna í gönguna í ár því núna er það sérstaklega mikilvægt. Við verðum að mæta í krafti fjöldans og taka afstöðu gegn ofbeldi þegar umræðan er svona,“ segir Lísa Margrét Gunnarsdóttir, einn… Meira

Grænmeti Verð á matvöru hefur hækkað hratt á síðustu mánuðum.

Verð á matvöru hækkar hratt

Verð hefur hækkað mest í verslunum Samkaupa • Lækkun hjá Heimkaupum Meira

Nágrannar neita að láta hljóðmæla

„Nágrannar neita hljóðmælingum og hafa djöflast í okkur allar götur frá því áður en staðurinn var opnaður,“ segir Bragi Ægisson framkvæmdastjóri Skors eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um afgreiðslutíma til kl Meira

Hlutfallslega flestir fóru í Voga

Bæjarstjóri Voga á Vatnsleysuströnd segir um 200 Grindvíkinga hafa flutt í bæinn eftir hamfarirnar l  Það sé hlutfallslega mikið miðað við íbúafjölda l  Gagnrýnir skráningu á lögheimili hjá Grindvíkingum Meira

Fundað í Búkarest Guðlaugur Þór og Jennifer Granholm orkumálaráðherra Bandaríkjanna ræddu samstarf ríkjanna í orkumálum á fundi í Rúmeníu.

Ræddu „hvíta gullið“ á fundi um orkumál í Búkarest

Loftslagsráðherra og orkumálaráðherra Bandaríkjanna ræddu kosti jarðhita Meira

41% segist ætla að fylgjast með ÓL

Í könnun, sem Prósent gerði dagana 19. til 24. júlí, sagðist 41% þeirra sem svöruðu ætla að fylgjast með Ólympíuleikunum, sem settir voru í París í Frakklandi í gærkvöldi og standa til 11. ágúst. Fram kemur að 33% sögðust ekki ætla að fylgjast með leikunum og 27% sögðust ekki hafa gert upp hug sinn Meira

Malaví Kvennaliðið undir 16 ára frá Malaví keppir á Rey Cup í ár.

Fyrsta kvennaliðið frá Malaví

Tóku þrjú flug til Íslands • Þjálfar liðið aðeins 18 ára Meira

Leikur Á Rey Cup keppa knattspyrnumenn og knattspyrnukonur sem eru undir 16 ára um bikarinn.

Flest lið eru bjartsýn á sigurinn

Góð stemning er á Rey Cup-fótboltamótinu og margt um manninn í Laugardalnum Meira

Sökkt Goðafoss var eitt af skipunum sem sigldu um Atlantsála í stríðinu. Þýskur kafbátur sökkti skipinu 1944.

Í hættu á hverju einasta augnabliki

Blaðamaður Morgunblaðsins sigldi til Bretlands og aftur heim með skipalest meðan orrustan um Atlantshafið geisaði • Lýsti sjómönnunum, sem voru í bráðri hættu, sem æðrulausum hetjum Meira

Skógareldar Hér má sjá reyk rísa frá Jasper-þjóðgarðinum.

Skógareldar geisa í Kanada

Umfangsmiklir skógareldar hafa geisað í og við bæinn Jasper í Kanada síðan á mánudag og hafa 30-50% af byggingum bæjarins orðið eldinum að bráð. Er þetta mikið áfall fyrir Kanadamenn en Jasper er bær með mikla sögu og helsti kaupstaðurinn í Jasper-þjóðgarðinum Meira

Spellvirki Í skjóli nætur voru framin meiri háttar skemmdarverk á hraðlestakerfi Frakklands.

Spellvirki framin í Frakklandi

Spellvirki framin á hraðlestakerfi Frakklands • Íkveikjutæki fundin • Enginn lýst ábyrgð á verknaðinum • Ekki áhrif á íslensku ólympíufarana, segir fararstjóri Meira

Barack Obama.

Harris fær loksins stuðning Obama

Barack og Michelle Obama lýstu í gær formlega yfir stuðningi við Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna og væntanlegan forsetaframbjóðanda demókrata, en hún bauð sig fram með stuðningi Joes Bidens Bandaríkjaforseta síðasta sunnudag Meira

Orð Meirihluti þeirra orða sem komið hafa fram er löngu gleymdur. Gagn og gaman getur verið að því að velta slíkum orðum fyrir sér.

Meirihluti íslenskra orða er gleymdur

Íslenska er uppfull af gleymdum orðum en það er til marks um að málið sé lifandi. Á dögunum skrifaði Jóhannes B. Sigtryggsson rannsóknardósent pistil á vef Árnastofnunar þar sem hann gerði orð sem eru horfin úr íslensku að umræðuefni og talaði um að þau væru horfinn menningarfjársjóður Meira

Ferðaunnendur Viktor Már Snorrason og unnusta hans, Kyana Sue.

Hætti í fastri vinnu og fór að elda úti

Viktor Már Snorrason matreiðslumaður hætti í fyrra í föstu starfi á fínum veitingastað og ákvað að leggjast í ævintýri um Ísland ásamt unnustu sinni, samfélagsmiðlastjörnunni Kyönu Sue Powers. Saman ferðast þau um landið og Viktor töfrar fram dýrindismáltíðir í fallegri íslenskri náttúru. Meira

Börnin Pálína með börnum sínum, Hilmi, Auðnu og Viðari Ágústsbörnum.

Stella þakkar virkni í samfélaginu langlífið

„Ég er nú bara í hvíldarinnlögn hérna,“ segir Pálína Jónsdóttir þegar ég hitti hana á Minni-Grund í vikunni. Pálína, sem er alltaf kölluð Stella eða amma Stella, fagnar aldarafmæli á morgun sunnudag og hún er kvik í hreyfingum og ber aldurinn ótrúlega vel Meira