Vaxtalækkunarferli hafið • Forsmekkurinn að því sem koma skal, segir forsætisráðherra • Skiptir mestu máli að fjárlögin voru samþykkt, segir seðlabankastjóri Meira
Landhelgisgæsla Íslands hefur sparað um það bil 100 milljónir króna á þessu ári með því að kaupa olíu á varðskipin í Færeyjum en ekki á Íslandi. Varðskip Landhelgisgæslunnar hafa tekið olíu í fimm skipti á árinu 2024, Freyja þrisvar og Þór tvisvar Meira
Borgin verður af milljörðum sem ríkið var áður dæmt til að greiða Meira
„Ég fagna þessum degi gríðarlega. Það er ekki vafi að þessi framkvæmd er stór áfangi í samgöngusögu Íslands. Hún mun fækka slysum, stytta ferðatíma þeirra fjölmörgu sem fara um þetta svæði á degi hverjum Meira
Hægum vindi spáð • Gæti orðið verra en varð síðasta vetur Meira
Tjónið sem bændur urðu fyrir í vor og sumar hefur verið metið á um það bil einn milljarð króna samkvæmt skráningum bænda og samantekt fulltrúa úr viðbragðshópi sem matvælaráðherra skipaði í byrjun sumars Meira
Undir SKE komið að áfrýja dómi sem í reynd ómerkir breytingar á búvörulögum • Allar líkur á að málið komi til kasta æðri dómstóla hvort sem SKE áfrýjar eða ekki • Taka þurfi þingsköp til skoðunar Meira
Fjármálaráðherra hafnar hugmyndum Miðflokksins um að gefa þjóðinni hlutabréf í Íslandsbanka • Myndar ekki ríkisstjórn um slíka stefnu • Óábyrgt með öllu Meira
„Mannréttindadagur barna er alla jafna í heiðri hafður á leikskólum landsins,“ segir María Ólafsdóttir, móðir á Seltjarnarnesi, en í gær stóðu foreldrar á Seltjarnarnesi fyrir hátíðarhöldum á Eiðistorgi með skemmtidagskrá fyrir börnin Meira
„Þetta er ein besta frétt sem maður hefur fengið lengi,“ segir Bragi Þór Thoroddsen sveitarstjóri í Súðavík eftir að innviðaráðuneytið tilkynnti að gert væri ráð fyrir fjárframlagi á fjárlögum til að undirbúa jarðgöng milli Súðavíkur og Ísafjarðar Meira
Ágúst Valfells kjarnorkuverkfræðingur lést á Landspítalanum 15. nóvember síðastliðinn, níræður að aldri. Ágúst fæddist í Reykjavík 24. mars 1934. Foreldrar hans voru Sveinn Bjarnþórsson Valfells og Helga Bjarnason Valfells Meira
Rafvirki heimsækir íbúa • Útfærsla enn óljós því „afleitt“ tjón verður ekki bætt Meira
Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við íslenska ríkið hófst í gær og lýkur á mánudag. Samningurinn er í kynningu meðal félagsmanna en fimmti og síðasti kynningarfundurinn verður síðdegis í dag Meira
Jólabaksturinn hefst fyrir alvöru • Bruni hefur ekki áhrif Meira
Út er komin áhugaverð bók eftir Hannes Hólmstein Gissurarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, Conservative Liberalism, North and South: Grundtvig, Einaudi and Their Relevance Today . Útgefandi er íhalds- og umbótaflokkarnir í Evrópu, en dreifingu annast Almenna bókafélagið Meira
„Við vonumst til að verða búnir fyrir jól,“ segir Sigurjón Karlsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni. Hann er meðal stjórnenda í þeim 16 manna flokki smiða og verkamanna sem nú vinna að endurbótum á Höfðabakkabrú yfir Elliðaárnar í Reykjavík Meira
Framkvæmdastjóri Búseta segir félagið mundu geta byggt meira ef meira framboð væri á lóðum • Ríflega 300 manns sóttu um 11 búseturétti í haust • Félagið er að byggja 46 íbúðir á Eirhöfða Meira
Klettadrangur í Breiðabólsstaðarklettum á Hala fallinn Meira
Lagt til að nýjar upplýsingar um hvarf Geirfinns verði rannsakaðar á Suðurnesjum • Einn þeirra sem öfluðu þeirra upplýsinga bjóst við annarri niðurstöðu • Lögregla eigi ekki að rannsaka eigin vinnubrögð Meira
Fundum Alþingis frestað • 155. löggjafarþingið stóð í 70 daga • Fjárlagaumræðan áberandi Meira
Heita má Brettingur Geir en ekki Geir Brettingur að mati mannanafnanefndar. Er það sökum þess að Brettingur tekur efnifallsendinguna -ur og uppfyllir því ekki skilyrði laga um mannanöfn er varða millinöfn Meira
Ótrúlegar vinsældir uppistandssýningar Sóla Hólm • Frumsýning í kvöld og uppselt á 37 sýningar á 22 dögum • Finnur fyrir álaginu og fékk verk í bakið og hnén • Nánd og töfrar í Bæjarbíói Meira
Sr. Óskar er nýr prófastur á Suðurlandi • Kirkjustarfið er öflugt og liðsinnis leitað • Nýtt fólk til starfa á akri Meira
Aukinn fyrirsjáanleiki í opinberum framkvæmdum gæti sparað ríki og sveitarfélögum tugi milljarða króna, er niðurstaða nýrrar könnunar sem gerð var meðal félagsmanna Samtaka iðnaðarins sem taka þátt í útboðum af þessu tagi Meira
Varðskip Landhelgisgæslunnar hafa tekið olíu í Færeyjum í fjögur skipti á þessu ári • Þurfa ekki að greiða skatta og gjöld • Lítraverðið á Íslandi er 154 krónur en 96 krónur í Færeyjum Meira
Viðamikið og mikilvægt starf hjá Kvikmyndasafni Íslands • Filmur frumherjanna settar í streymi • Litgreint og lagfært • Heklugos og Surtsey • Spennandi hreyfingar í ramma mynda Meira
„Það er okkur hjá Barnaheillum sönn ánægja að veita Flotanum – flakkandi félagsmiðstöð og ömmu Andreu viðurkenningu Barnaheilla árið 2024 fyrir ómetanleg störf í þágu barna,“ segir Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, formaður stjórnar Barnaheilla Meira
Þingmenn hafa fáa jákvæða hvata til þess að taka þátt í alþjóðastarfi • Margt í starfinu getur nýst innanlands • Fjölmiðlar og almenningur oft áhugalitlir um mikilvæg störf þingmanna Meira
Vegagerðin hefur boðið út hönnun fjögurra brúa á Axarvegi um Öxi ásamt gerð kostnaðaráætlunar og verklýsinga fyrir útboðsgögn. Brýrnar eru um Innri-Yxnagilsá, Merkjalæk og á tveimur stöðum yfir Berufjarðará og verða þær hluti af fyrirhuguðum vegi… Meira
Vatn til húshitunar hefur fundist á Kjalarnesi og á Geldinganesi Meira
Opnað hefur verið fyrir gjaldfrjáls afnot af gagnagrunni nýja víðernakortsins af óbyggðum Íslands. Um er að ræða Shapefile- og GeoTIFF-skrár fyrir sérfræðinga í umhverfis- og skipulagsmálum. Gagnagrunnurinn er aðgengilegur á vefsíðunni vidernakort.is Meira
Finnland í Garðabæ • Reist voru 35 hús ætluð Eyjafólki • Kekkonen kom á svæðið • Sögunni er haldið til haga • Hentugar byggingar úr góðu timbri, sem hafa enst vel • Hvergi betra að vera Meira
7.800 íbúðir í byggingu • Íbúðafjárfesting reyndist minni Meira
Úkraínumenn gagnrýndu bandamenn sína fyrir að loka sendiráðum sínum í gær vegna hótana um loftárásir á höfuðborgina • Talið að Úkraínumenn hafi beitt breskum eldflaugum innan Rússlands Meira
Lönd í Evrópu standa frammi fyrir mjög alvarlegum mönnunarvanda í heilbrigðisþjónustunni og brýn þörf er fyrir aðgerðir vegna skorts á læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki í heilbrigðiskerfum fjölmargra Evrópulanda Meira
Vala Rós Ingvarsdóttir og Unnur Hrefna Jóhannsdóttir eru sjálfboðaliðar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar RKÍ og hafa verið í 15-20 ár. Í tilefni af því að hinn árlegi jólabasar félagsins er fram undan ætla þær að baka saman hnallþóruna Dísudraum en hún verður meðal annars í boði á jólabasarnum í ár. Meira
Árlegir hausttónleikar í Grafarvogskirkju í næstu viku Meira