Fréttir Fimmtudagur, 27. mars 2025

Norskir ríkisstyrkir hafa áhrif

Miða á íslensk veiðigjöld við norska ríkisstyrki • Lífeyrissjóðirnir með 97 milljarða í útgerðarfélögum • Forstjóri Brims segir tvöföldun veiðigjalda óskynsamlega Meira

Mogginn – nýtt frétta-app kemur út í dag

Mogginn , nýtt app Morgunblaðsins og mbl.is, er komið í loftið. Í Mogganum er að finna allt efni Morgunblaðsins, mbl.is og K100 og gott betur, því þar má einnig finna sjónvarpsefni, hlaðvörp og leiki Meira

Zendaya

Stórmynd Nolans tekin hér í sumar

Óskarsverðlaunaleikstjórinn Christopher Nolan kemur hingað í þriðja sinn • Ódysseifskviða verður dýrasta mynd hans • Mörg hundruð manns á Suðurlandi • Stórum verkefnum fjölgar Meira

Veiðigjöld Mikil hækkun veiðigjalda í sjávarútvegi er yfirvofandi.

Áformin samræmast stefnu Viðreisnar

„Þessi áform eru í fullkomnu samræmi við stefnu Viðreisnar sem er sú að það sem greitt er fyrir afnot af sjávarauðlindinni, veiðigjaldið, ráðist af markaðsverði,“ segir Ingvar Þóroddsson, þingmaður Viðreisnar í Norðausturkjördæmi, í samtali við Morgunblaðið Meira

Eign Lífeyrissjóðir landsmanna eiga hlut í stærstu útgerðunum.

Lífeyrissjóðir stórir hluthafar

Við kynningu tillagna ríkisstjórnar um tvöföldun veiðigjalda var sagt að miðað væri við að sækja aukninguna til stærstu og fjársterkustu sjávarútvegsfyrirtækja landsins. Þrjú stærstu félögin eru skráð á markað og er fjórðungur hlutabréfanna í eigu íslenskra lífeyrissjóða Meira

Afkoma í norskum sjávarútvegi hefur verið mjög slök.

Ríkið styrkir útveg í Noregi

Verði frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytt auðlindagjöld að lögum mun gjaldtaka af uppsjávartegundum miða við verð á uppboðsmarkaði í Noregi. Norskar útgerðir og fiskvinnslur búa þó við allt annan veruleika en þær íslensku Meira

Ráðherra fellur frá meðalgöngu

Íslenska ríkið er ekki meðal þeirra sem láta á meðalgöngu reyna í undanþágumálinu svokallaða. Meðalgöngustefna Búsældar, Kaupfélags Skagfirðinga og Neytendasamtakanna verður tekin fyrir í Hæstarétti í dag, en með henni láta viðkomandi aðilar reyna á … Meira

Þingborg Þekkt hús við þjóðveginn.

Ullarverslun þarf annað húsnæði

Gamla-Þingborg í Flóa seld • Víkur fyrir nýjum vegi • Lopapeysur í öndvegi Meira

Ógn við netöryggi fer vaxandi

„Við sjáum mikinn vöxt netöryggisógnar enn eitt árið í okkar umdæmi og áherslur árásaraðila eru einkum á hið opinbera; stjórnvöld og stofnanir eru skotmörk þeirra, sérstaklega í Norður- og Vestur-Evrópu Meira

Einsemd Félagsleg einangrun hrjáir 10% ungmenna og 25% eldra fólks.

Átak hafið til að sporna við félagslegri einangrun

Átakið Tölum saman hefst í dag • Einangrun hefur aukist Meira

Viðskiptafélagar Andri Þór Bergmann og Arngrímur Egill Gunnarsson reka saman Garðfix.

Láta róbótana sjá um garðsláttinn

Tveir skólafélagar í Verzlunarskóla Íslands hyggjast auka umsvifin hjá fyrirtæki sínu í sumar l  Leigja slátturóbóta sem slá grasið daglega l  Með því þarf ekki að heyja og grasið verður þykkt Meira

Dómur þyngdur í kynferðisbrotamáli

Hæstiréttur hefur þyngt dóm yfir karlmanni sem var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrverandi stjúpdóttur sinni í fyrra. Hæstiréttur staðfestir dóminn en dæmdi manninn í fimm ára fangelsi Meira

Umdeilt Meta notar gervigreindartól sitt fyrir Facebook, WhatsApp og Instagram. Meta AI hefur verið notað af hundruðum milljóna manna.

Stálu bókum fyrir gervigreindina

Rithöfundar hafa höfðað mál gegn Meta vegna brota á höfundarrétti • Fyrirtækið notaði efni þeirra í leyfisleysi til að þjálfa gervigreindartól sitt • Íslenskt efni í gagnagrunni sem Meta stal Meira

Í dómsal Dómstólasýslan hefur hvatt lögmenn til að vera gagnorðir.

Greinargerðir verði gagnorðar

Stjórn dómstólasýslunnar hefur samþykkt nýjar leiðbeinandi reglur um hámarkslengd stefnu og greinargerða í einkamálum o.fl. Reglurnar öðlast gildi 1. maí næstkomandi. Markmiðið með setningu reglnanna er að stuðla að því að stefnur og greinargerðir í … Meira

[setja inn logo Sjónvarps Símans]

Önnur þáttaröð Íslenskra sakamála

Önnur þáttaröðin af Íslenskum sakamálum hefur hafið göngu sína í Sjónvarpi Símans Premium. Fyrsti þáttur var sýndur á fimmtudag fyrir viku og í honum var fjallað um óhugnanlegt sjóslys sem átti sér stað árið 2005 Meira

Löggæsla Dæmi eru um að börn hafi slasast við handtöku lögreglu.

Börn eru beitt óþarfa hörku

Börn sem lögreglan hefur þurft að hafa afskipti af upplifa mörg hver óþarfa hörku af hálfu lögreglunnar og að beiting þvingunar eigi ekki alltaf rétt á sér, að þeirra mati. Dæmi eru um að börn hafi slasast við handtöku, meðal annars fengið brunasár og mar undan handjárnum Meira

Gufunesvegur 40 Þetta hús var hluti af Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi sem hóf framleiðslu árið 1954.

Áburðarverksmiðja föl fyrir 190 milljónir

Ástand hússins er sagt bágborið • Er í eigu borgarinnar Meira

Hull Íslenski hópurinn fyrir utan Hull fishing heritage centre í Kingston upon Hull eins og borgin heitir.

Bretar gera sögunni hátt undir höfði

Hópur íslenskra sjómanna lét verða af því að fara frá Akureyri til Hull og Grimsby • Ófáar minningar rifjast upp í bresku hafnarborgunum • Kvikmyndagerðarmaður er með í för Meira

Vettvangur Leifur Gauti leiðbeinir lögreglunemum um notkun á mælihjóli í raunhæfu verkefni á vettvangi umferðarslyss.

Þjálfun á dýnum og vopnuð í hermi

Lögreglunemar sitja starfsnámslotu í Reykjavík • Læra samskipti, skýrslugerð og valdbeitingu Meira

Fjárrekstur Ærnar renna eina slóð af fjalli. Álitaefni í landbúnaði eru mörg og bændur eru áfram um að tryggja sína stöðu annarra stétta á meðal.

Stuðningur efli framleiðslu og nýsköpun

Afkomumál rædd á Búnaðarþingi • Fæðuöryggi sé tryggt Meira

Sjómannaskólinn Hús sem setur svip sinn á Reykjavík. Menntun þeirra sem starfa til sjós er í örri þróun sem nú verður kynnt fólki.

Siglt í hermi og útsýni í turni

Bryddað verður upp á ýmsu skemmtilegu á Skrúfudeginum, árlegri kynningardagskrá nemenda í vélstjórn og skipstjórn við Tækniskólann. Þetta verður næstkomandi laugardag 29. mars milli kl. 13-16 í Sjómannaskólahúsinu við Háteigsveg í Reykjavík Meira

Laugardalur Eina verkefnið sem lokið er. Gervigrasavellir á Valbjarnarvellinum gamla, sem Þróttarar hafa afnot af.

Íþróttamannvirkjum forgangsraðað

Vinna að hefjast við forgangsröðun mannvirkja í Reykjavík til 2030 • Fyrir fimm árum var slík forgangsröðun gerð • Af 18 verkefnum hefur aðeins eitt orðið að veruleika • Tugir milljarða Meira

Vestast á Kirkjusandi Samkvæmt frumhönnun er lægri hluti hússins 5 hæðir en sá hærri 10 hæðir.

Ræða við rekstraraðila vegna áforma um 10 hæða hótelturn

Jónas Þór Jónasson, framkvæmdastjóri 105 Miðborgar, segir félagið í viðræðum við áhugasaman aðila um rekstur hótels vestast á Kirkjusandi í Reykjavík. „Við erum í samtali við öflugan rekstraraðila um verkefnið en ég get því miður ekki sagt meira á þessu stigi,“ sagði Jónas Þór Meira

Morgunblaðið Hér má sjá dæmi af myndum sem leitað er að.

Óska eftir gömlum eintökum

Til stendur að gefa út bók með teikningum eftir Halldór Pétursson sem birtust í Morgunblaðinu á síðustu öld en Halldór er almennt talinn einn fremsti teiknari þjóðarinnar. Þeir sem vinna að útgáfu óska eftir eintökum af Morgunblaðinu frá 1959-1961 ef þau skyldu leynast einhvers staðar Meira

Listaskáldið norska Jo Nesbø nýtur gríðarlegra vinsælda sem glæpasagnahöfundur víða um heim og bindur bagga sína allt öðrum hnútum en samferðamenn.

Vofan í norskum glæpasagnaheimi

Rekstrarhagfræðingur og tónlistarmaður beðinn að skrifa bók Meira

Látrabjarg Frá björgun skipverja úr Dhoon í desember 1947.

Afrekið við Látrabjarg

Björgunarafrekið við Látrabjarg er yfirskrift dagskrár í tengslum við sýningu Sjóminjasafnsins á heimildamynd Óskars Gíslasonar um eitt fræknasta björgunarafrek Íslandssögunnar, þegar 12 af 15 skipverjum af togaranum Dhoon var bjargað þann 12 Meira

GÁ húsgögn Á markaðnum í Hafnarhúsinu verður m.a. hægt að skoða eldri hönnun frá lager GÁ húsgagna og einnig verða sýningareintök til sölu.

Upphitun fyrir Hönnunarmars

„Við vildum búa til vettvang þar sem hönnuðir geta komið með prótótýpurnar sínar, rýmt til á lagernum og komið allri þeirri hönnun til neytenda á góðu verði,“ segir Baldur Björnsson, myndlistarmaður og raftónlistarmaður, en hann ásamt… Meira

Leyniþjónustur Tulsi Gabbard og John Ratcliffe hafa setið fyrir svörum hjá þingnefndum beggja deilda Bandaríkjaþings vegna Signal-málsins.

Birtu nær allt samtalið úr Signal-spjallhópnum

Tímaritið The Atlantic birti í gær nær allan textann úr samtali helstu ráðgjafa Trumps Bandaríkjaforseta í þjóðaröryggismálum í spjallhópi sínum á samskiptaforritinu Signal, en þar hafði ritstjóra tímaritsins, Jeffrey Goldberg, verið bætt í spjallhópinn af misgáningi Meira

París Macron og Selenskí funduðu í gærkvöldi í forsetahöllinni í París um mögulegt evrópskt herlið í Úkraínu.

Óvissa um vopnahlé á Svartahafi

ESB mun ekki hlíta kröfum Rússa um afléttingu refsiaðgerða á útflutningsvörur • Selenskí sakar Rússa um að vilja spilla fyrir vopnahlésviðræðum • Rutte segir að NATO muni svara árás á Pólland Meira

Óhapp Deila um hvort bæta bæri tjón vegna bíls sem rann mannlaus af stað og lenti á öðrum bíl kom til kasta úrskurðarnefndar í vátryggingamálum.

Mannlaus bíll sem rann var „í notkun“

Deilur um tryggingamál vegna árekstra ökutækja, sem koma til kasta úrskurðarnefndar í vátryggingamálum, geta verið flóknar. Í nýlegum úrskurði þurfti nefndin m.a. að taka afstöðu til þess hvort tryggingafélagi bæri að greiða tjón á bíl sem varð… Meira

Ómótstæðileg Jafet býður upp á hægeldaða lúðu með stökku panko-raspi, kartöflumús, íslensku pak choy, ferskum gulrótarborðum, tómata-confit og freyðandi hvítvínssósu.

Landsliðskokkurinn býður upp á lúðu í freyðandi hvítvínssósu

Matreiðsla á fiski hefur ávallt verið hjartans mál hjá Jafeti Bergmann Viðarssyni, landliðskokki og yfirkokki á Torfhúsi Retreat. Hann ætlar að gefa lesendum Morgunblaðsins uppskrift að sínum uppáhaldsfiskrétti sem á án efa eftir að slá í gegn. Meira

Reykjavík „Ég brenn fyrir betra samfélagi og menntun fyrir öll börn,“ segir Skúli Þór, hér við tónleikastaðinn.

Geggjaðir tónleikar fyrir betra samfélag

Skúli sextugur • Geðheilbrigði barna mikilvægt mál Meira