Fréttir Fimmtudagur, 21. nóvember 2024

Vaxtalækkuninni fagnað

Vaxtalækkunarferli hafið • Forsmekkurinn að því sem koma skal, segir forsætisráðherra • Skiptir mestu máli að fjárlögin voru samþykkt, segir seðlabankastjóri Meira

Landhelgisgæslan Mikill sparnaður er að olíutöku varðskipa í Færeyjum.

Spara stórfé með olíukaupum ytra

Landhelgisgæsla Íslands hefur sparað um það bil 100 milljónir króna á þessu ári með því að kaupa olíu á varðskipin í Færeyjum en ekki á Íslandi. Varðskip Landhelgisgæslunnar hafa tekið olíu í fimm skipti á árinu 2024, Freyja þrisvar og Þór tvisvar Meira

Dómstólar Héraðsdómi var áfrýjað beint til Hæstaréttar.

Ríkið hafði betur gegn borginni í Hæstarétti

Borgin verður af milljörðum sem ríkið var áður dæmt til að greiða Meira

Undirritun Bergþóra Þorkelsdóttir, Sigurður Ingi og Þorvaldur Gissurarson í ÞG Verk skrifuðu undir samninginn.

Alútboð er nýtt skref inn á spennandi braut

„Ég fagna þessum degi gríðarlega. Það er ekki vafi að þessi framkvæmd er stór áfangi í samgöngusögu Íslands. Hún mun fækka slysum, stytta ferðatíma þeirra fjölmörgu sem fara um þetta svæði á degi hverjum Meira

Mikil loftmengun gæti orðið í Reykjavík í dag

Hægum vindi spáð • Gæti orðið verra en varð síðasta vetur Meira

Styrkúthlutun Starfshópur skipaður þremur ráðuneytisstjórum.

Bændur fá einn milljarð í styrk

Tjónið sem bændur urðu fyrir í vor og sumar hefur verið metið á um það bil einn milljarð króna samkvæmt skráningum bænda og samantekt fulltrúa úr viðbragðshópi sem matvælaráðherra skipaði í byrjun sumars Meira

Dagmál Hafsteinn Dan Kristjánsson lagaprófessor við HR og Sigurður Kári Kristjánsson hæstaréttarlögmaður.

Ábyrgt stjórnvald hljóti að áfrýja

Undir SKE komið að áfrýja dómi sem í reynd ómerkir breytingar á búvörulögum • Allar líkur á að málið komi til kasta æðri dómstóla hvort sem SKE áfrýjar eða ekki • Taka þurfi þingsköp til skoðunar Meira

Gjafabréfin Ráðherra væntir þess að fá 100 milljarða fyrir bankann.

„Þetta er vitlaus hugmynd“

Fjármálaráðherra hafnar hugmyndum Miðflokksins um að gefa þjóðinni hlutabréf í Íslandsbanka • Myndar ekki ríkisstjórn um slíka stefnu • Óábyrgt með öllu Meira

Eiðistorg Það var gaman fyrir börnin að hittast öll saman á Eiðistorgi í gær þegar íþróttaálfurinn mætti á svæðið.

Verst að vita ekki hvenær þetta endar

„Mannréttindadagur barna er alla jafna í heiðri hafður á leikskólum landsins,“ segir María Ólafsdóttir, móðir á Seltjarnarnesi, en í gær stóðu foreldrar á Seltjarnarnesi fyrir hátíðarhöldum á Eiðistorgi með skemmtidagskrá fyrir börnin Meira

Bragi Þór Thoroddsen

„Ein besta fréttin í langan tíma“

„Þetta er ein besta frétt sem maður hefur fengið lengi,“ segir Bragi Þór Thoroddsen sveitarstjóri í Súðavík eftir að innviðaráðuneytið tilkynnti að gert væri ráð fyrir fjárframlagi á fjárlögum til að undirbúa jarðgöng milli Súðavíkur og Ísafjarðar Meira

Ágúst Valfells kjarnorkuverkfræðingur

Ágúst Valfells kjarnorkuverkfræðingur lést á Landspítalanum 15. nóvember síðastliðinn, níræður að aldri. Ágúst fæddist í Reykjavík 24. mars 1934. Foreldrar hans voru Sveinn Bjarnþórsson Valfells og Helga Bjarnason Valfells Meira

Meta tjón á tækjum í Mývatnssveit

Rafvirki heimsækir íbúa • Útfærsla enn óljós því „afleitt“ tjón verður ekki bætt Meira

Kjarasamningur Síðasti kynningarfundurinn um samninginn verður í dag.

Atkvæði greidd um samninginn

Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við íslenska ríkið hófst í gær og lýkur á mánudag. Samningurinn er í kynningu meðal félagsmanna en fimmti og síðasti kynningarfundurinn verður síðdegis í dag Meira

Egg Kælirinn í Hagkaupum við Eiðistorg á Seltjarnarnesi, sem geymir öllu jafna nokkrar tegundir af eggjum, var tómur síðdegis í gær.

Skortur á eggjum en óþarfi að hamstra

Jólabaksturinn hefst fyrir alvöru • Bruni hefur ekki áhrif Meira

Frjálshyggja Kápan á bók Hannesar um frjálshyggju og fleiri stefnur.

Snorri Sturluson einn fyrsti frjálshyggjumaðurinn

Út er komin áhugaverð bók eftir Hannes Hólmstein Gissurarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, Conservative Liberalism, North and South: Grundtvig, Einaudi and Their Relevance Today . Útgefandi er íhalds- og umbótaflokkarnir í Evrópu, en dreifingu annast Almenna bókafélagið Meira

Framkvæmdir Sigurjón Karlsson á svæðinu þegar malbikað var í vikunni.

Brúarviðgerð ljúki fyrir jólin

„Við vonumst til að verða búnir fyrir jól,“ segir Sigurjón Karlsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni. Hann er meðal stjórnenda í þeim 16 manna flokki smiða og verkamanna sem nú vinna að endurbótum á Höfðabakkabrú yfir Elliðaárnar í Reykjavík Meira

Eirhöfðinn úr lofti Hér má sjá drög arkitekta að reitnum á Eirhöfða. Hús Búseta er í hægra horninu niðri.

Lóðaskortur hamlar uppbyggingu

Framkvæmdastjóri Búseta segir félagið mundu geta byggt meira ef meira framboð væri á lóðum • Ríflega 300 manns sóttu um 11 búseturétti í haust • Félagið er að byggja 46 íbúðir á Eirhöfða Meira

Hali í Suðursveit Klettadrangurinn Bergur féll nýverið, en hann setti mikinn svip á Breiðabólsstaðarklettana við Hala í Suðursveit.

Bergur horfinn úr fjallinu

Klettadrangur í Breiðabólsstaðarklettum á Hala fallinn Meira

Útgefandinn Jón Ármann Steinsson með gögnin í rauðri möppu og nýju bókina, Leitin að Geirfinni.

Illa gengur að afhenda gögnin

Lagt til að nýjar upplýsingar um hvarf Geirfinns verði rannsakaðar á Suðurnesjum • Einn þeirra sem öfluðu þeirra upplýsinga bjóst við annarri niðurstöðu • Lögregla eigi ekki að rannsaka eigin vinnubrögð Meira

Þakklæti Guðmundur Ingi Kristinsson færir Birgi þingforseta blómvönd.

Inga Sæland er ræðudrottning

Fundum Alþingis frestað • 155. löggjafarþingið stóð í 70 daga • Fjárlagaumræðan áberandi Meira

Brettingur og Gandri Úlfberg

Heita má Brettingur Geir en ekki Geir Brettingur að mati mannanafnanefndar. Er það sökum þess að Brettingur tekur efnifallsendinguna -ur og uppfyllir því ekki skilyrði laga um mannanöfn er varða millinöfn Meira

Spennir magann og rassinn á sviðinu

Ótrúlegar vinsældir uppistandssýningar Sóla Hólm • Frumsýning í kvöld og uppselt á 37 sýningar á 22 dögum • Finnur fyrir álaginu og fékk verk í bakið og hnén • Nánd og töfrar í Bæjarbíói Meira

Guðsþjónusta Sr. Óskar Hafsteinn og Guðrún Karls Helgudóttir biskup við innsetningarathöfn í Hrunakirkju um sl. helgi. Söngfólk úr kirkjukórnum í Hreppum og á Skeiðum með á mynd; þau sem mynda kjarna í kirkjustarfinu.

Kirkjan þarf að mæta fólki

Sr. Óskar er nýr prófastur á Suðurlandi • Kirkjustarfið er öflugt og liðsinnis leitað • Nýtt fólk til starfa á akri Meira

Könnun Outcome gerði könnunina 17.-30. okt. Svarhlutfall var 30%.

Tugir milljarða gætu sparast

Aukinn fyrirsjáanleiki í opinberum framkvæmdum gæti sparað ríki og sveitarfélögum tugi milljarða króna, er niðurstaða nýrrar könnunar sem gerð var meðal félagsmanna Samtaka iðnaðarins sem taka þátt í útboðum af þessu tagi Meira

Varðskipið Freyja Nýjasta varðskip flotans er mun öflugra en gömlu varðskipin Ægir og Týr. Það eyðir því skiljanlega mun meiri olíu en fyrirrennararnir.

Spöruðu 100 milljónir í olíukaupum

Varðskip Landhelgisgæslunnar hafa tekið olíu í Færeyjum í fjögur skipti á þessu ári • Þurfa ekki að greiða skatta og gjöld • Lítraverðið á Íslandi er 154 krónur en 96 krónur í Færeyjum Meira

Kvikmyndir Fá allt efni sem býðst, segir Gunnar Tómas Kristófersson.

Myndunum sé forðað frá glötun

Viðamikið og mikilvægt starf hjá Kvikmyndasafni Íslands • Filmur frumherjanna settar í streymi • Litgreint og lagfært • Heklugos og Surtsey • Spennandi hreyfingar í ramma mynda Meira

Verðlaun Halla forseti ásamt framkvæmdastjóra og formanni Barnaheilla og verðlaunahöfum; ömmu Andreu, Hjörleifi Steini og Karen Rún.

Ómetanlegt starf í þágu barna

„Það er okkur hjá Barnaheillum sönn ánægja að veita Flotanum – flakkandi félagsmiðstöð og ömmu Andreu viðurkenningu Barnaheilla árið 2024 fyrir ómetanleg störf í þágu barna,“ segir Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, formaður stjórnar Barnaheilla Meira

Alþjóðastarfið mætir afgangi

Þingmenn hafa fáa jákvæða hvata til þess að taka þátt í alþjóðastarfi • Margt í starfinu getur nýst innanlands • Fjölmiðlar og almenningur oft áhugalitlir um mikilvæg störf þingmanna Meira

Axarvegur Ný veglína við Berufjarðará til móts við Vinárneshjalla. Gamli vegurinn sést hlykkjast hægra megin.

Bjóða út hönnun brúa á Axarvegi

Vegagerðin hefur boðið út hönnun fjögurra brúa á Axarvegi um Öxi ásamt gerð kostnaðaráætlunar og verklýsinga fyrir útboðsgögn. Brýrnar eru um Innri-Yxnagilsá, Merkjalæk og á tveimur stöðum yfir Berufjarðará og verða þær hluti af fyrirhuguðum vegi… Meira

Jarðhiti Veitur í góðum málum á Geldinganesi og Kjalarnesi.

Leitin að jarðhita bar góðan árangur

Vatn til húshitunar hefur fundist á Kjalarnesi og á Geldinganesi Meira

Ísland Víðernakortið sem nú fæst gjaldfrjáls aðgangur að.

Víðernakort opið öllum

Opnað hefur verið fyrir gjaldfrjáls afnot af gagnagrunni nýja víðernakortsins af óbyggðum Íslands. Um er að ræða Shapefile- og GeoTIFF-skrár fyrir sérfræðinga í umhverfis- og skipulagsmálum. Gagnagrunnurinn er aðgengilegur á vefsíðunni vidernakort.is Meira

Garðbæingar Við athöfnina sl. þriðjudag og hér stendur fólk sem tengist finnsku húsunum við steininn úr Eyjum. Hilmar Hjartarson er t.v., næst skildinum.

Minningarskjöldur aftur á steininn

Finnland í Garðabæ • Reist voru 35 hús ætluð Eyjafólki • Kekkonen kom á svæðið • Sögunni er haldið til haga • Hentugar byggingar úr góðu timbri, sem hafa enst vel • Hvergi betra að vera Meira

Framkvæmdir Í Peningamálum kemur fram að rúmlega helmingur stjórnenda fyrirtækja í byggingariðnaði taldi sig búa við skort á starfsfólki.

Mesta íbúðauppbygging síðan 2006

7.800 íbúðir í byggingu • Íbúðafjárfesting reyndist minni Meira

Varsjá Mótmælendur komu saman í Varsjá, höfuðborg Póllands, í fyrrakvöld og mótmæltu allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu, en þúsund dagar voru þá liðnir frá því að innrásin hófst. Kröfðust þeir m.a. fleiri vopna handa Úkraínu.

Óttuðust loftárás á Kænugarð

Úkraínumenn gagnrýndu bandamenn sína fyrir að loka sendiráðum sínum í gær vegna hótana um loftárásir á höfuðborgina • Talið að Úkraínumenn hafi beitt breskum eldflaugum innan Rússlands Meira

Alvarleg mannekla í heilbrigðisþjónustu

Lönd í Evrópu standa frammi fyrir mjög alvarlegum mönnunarvanda í heilbrigðisþjónustunni og brýn þörf er fyrir aðgerðir vegna skorts á læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki í heilbrigðiskerfum fjölmargra Evrópulanda Meira

Sjálfboðaliðar Sælla er að gefa en þiggja eru kjörorð Völu Rósar Ingvarsdóttur og Unnar Hrefnu Jóhannsdóttur sem njóta þess að baka fyrir jólabasarinn hjá Kvennadeild RKÍ.

Dísudraumur fyrir tertuunnendur

Vala Rós Ingvarsdóttir og Unnur Hrefna Jóhannsdóttir eru sjálfboðaliðar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar RKÍ og hafa verið í 15-20 ár. Í tilefni af því að hinn árlegi jólabasar félagsins er fram undan ætla þær að baka saman hnallþóruna Dísudraum en hún verður meðal annars í boði á jólabasarnum í ár. Meira

Á æfingu Sigtryggur Baldursson, eða Bogomil Font, er fremst á myndinni með Karlakór Grafarvogs.

Bogomil Font með Karlakór Grafarvogs

Árlegir hausttónleikar í Grafarvogskirkju í næstu viku Meira