Fréttir Föstudagur, 22. nóvember 2024

Múspellsheimur Engu er líkara en að frumheimurinn sjóðheiti sunnan Ginnungagaps, er segir af í norrænum goðafræðum, hafi opnast við Bláa lónið. Þar bjuggu eldjötnar, múspells synir.

Hurð nærri hælum

Varnargarðar gegn hraunflæði fjárfesting sem hefur margborgað sig • „Hentugt gos að öllu leyti fyrst við vorum að fá gos á annað borð“ Meira

Sólveig Anna Jónsdóttir

Furðar sig á aðferðum kennara

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að afstaða stjórnar Eflingar til kjarabaráttu kennara og launakrafna þeirra sé ekki jákvæð og hún hefur ýmislegt að segja um bæði launakröfur og aðferðafræði verkfallsins Meira

Fangelsi Yfirlitsmynd af fangelsinu sem byggt verður á Stóra-Hrauni, en sú jörð stendur við hlið Litla-Hrauns, þar sem nú er stærsta fangelsi landsins.

Byggja nýtt fangelsi í landi Stóra-Hrauns

Mun rúma 100 fanga • Litla-Hraun verður lagt niður Meira

Fasteignamarkaðurinn Rúmlega 44% íbúða til sölu eru nýjar íbúðir.

Nýjar íbúðir eru lengur að seljast

Heildarvelta á íbúðamarkaði hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða fækkun kaupsamninga miðað við vor- og sumarmánuði. Aukið framboð á fasteignamarkaði má að miklu leyti skýra með fjölda nýrra íbúða sem komið hafa á markað í ár og selst hægt, sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu Meira

Eldar Sprungan opnaðist klukkan 23.14 á miðvikudagskvöldið.

Fyrirvari eldgoss skammur

Skjálftahrina á Sundhnúkagígaröðinni hófst um klukkan 22.30 á miðvikudagskvöld og braust eldgos út 44 mínútum seinna. Fyrirvarinn var því nokkuð stuttur en skjálftum á gígaröðinni hafði ekki fjölgað mikið vikurnar á undan, en það hefur í fyrri eldgosum á Reykjanesskaga verið fyrirboði eldgoss Meira

Sjónarspil Hraun fór yfir Grindavíkurveg snemma í gærmorgun og tætti í sig þann hluta sem á vegi þess varð.

Virknin nær miðju sprungukerfisins

Kraftar vegna flekahreyfinga mögulega minni en áður • Jarðskjálftavirkni í aðdraganda eldgossins mun minni • Að teknu tilliti til jarðsögunnar gætu mögulega verið 2-3 ár eftir af þessari hrinu Meira

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Reynslan kennir að þetta er hægt

Hallalaus rekstur lykillinn • Íslandsbankabréfin eins og skuldaleiðréttingin Meira

Á móti stuðningi við vopnakaup

Hrafnhildur Sigurðardóttir skipar annað sæti á lista Lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Hún er kennari og heyrir mest af málefnum barna og líðan þeirra. „Börnin eru grunnurinn að samfélaginu og við þurfum að hlúa vel að þeim Meira

Verið að eyðileggja framtíðina

Guðmundur Ingi leggur áherslu á að hækka frítekjumark almannatrygginga upp í 450 þúsund krónur. Þá vill hann einnig útrýma fátækt meðal barna og segir ólíðandi að börn þurfi að bíða eftir hinni ýmsu þjónustu, meðal annars eftir greiningu og geðheilbrigðisþjónustu Meira

Vilja flytja út fyrir fimmtugt

Gísli Rafn Ólafsson, sem skipar annað sæti á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi, segir húsnæðismál, loftslagsmál og samgöngumál brenna á ungu fólki. „Það vill flytja út fyrir fimmtugt,“ segir hann og vísar í orð ungmennis sem hann ræddi við á dögunum Meira

Skýr vilji til að ganga í ESB

Sigmar Guðmundsson segir að vextir og verðbólga brenni mest á fólki sem hann og meðframbjóðendur hans ræða við. Hann segir skýrt að stefna Viðreisnar sé að ganga í Evrópusambandið og leyfa fólki að kjósa um aðild Meira

Vill grjótharðar aðhaldsaðgerðir

Miðflokkurinn vill fá nýja heildstæða löggjöf í útlendingamálum til að taka betur á málaflokknum. Flokkurinn vill að enginn komi hingað til lands að sækja um alþjóðlega vernd. „Það er engin ástæða til að etja fólki í þá hættuför Meira

Loftleiðasvæðið Fyrstu hugmyndir í kynningu Reita um uppbyggingu og þjónustu við þróun lífsgæðakjarna á svæðinu við Nauthólsveg.

Blanda íbúða, þjónustu og verslana

Reitir fasteignafélag hafa kynnt fyrstu hugmyndir um þróun og fjölbreytta uppbyggingu svonefnds lífsgæðakjarna, sem er einkum hugsaður fyrir eldri borgara, á Loftleiðasvæðinu við Nauthólsveg. Um yrði að ræða uppbyggingu með blöndu af íbúðum, heilbrigðisþjónustu, verslun, heilsurækt o.fl Meira

Kosningar Lýðræðis- og mannréttindastofnun ÖSE, ODIHR, mun ekki hafa eftirlit með framkvæmd kosninga til Alþingis sem verða 30. nóvember.

Ekkert erlent eftirlit haft með alþingiskosningunum

Ekki nauðsynlegt þar sem stutt er frá síðustu kosningum Meira

Eldgos Ljósmyndari blaðsins flaug með þyrlu Norðurflugs yfir gosstöðvarnar snemma í gærmorgun. Glóandi hraunið flæddi meðfram varnargörðunum kringum Svartsengi.

Tignarleg sjón í tíunda gosinu

Hraunelfurin frá eldgosinu sem hófst kl. 23.14 í fyrrakvöld var fljót að renna í átt að Grindavíkurvegi, yfir hann og síðan meðfram varnargarðinum sem reistur var til að verja Bláa lónið og önnur mannvirki í Svartsengi Meira

Umferð Full orkuskipti í samgöngum á landi nást ekki 2040.

Orkuskiptum fólksbíla spáð árið 2043

Forgangur heimila ekki tryggður í lögum • Óviss ábyrgð Meira

Gasasvæðið Netanjahú kannaði aðstæður á Gasasvæðinu fyrr í vikunni.

Saka Netanjahú um glæpi gegn mannkyni

Alþjóðaglæpadómstóllinn ICC gaf í gær út handtökuskipanir á hendur forsætisráðherra Ísraels, Benjamín Netanjahú, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra landsins, og Mohammed Deif, leiðtoga hernaðararms hryðjuverkasamtakanna Hamas, en mennirnir … Meira

Leiðtogar Prescott og Blair á landsfundi Verkamannaflokksins 1997.

Hægri hönd Blairs látin

Tilkynnt var í gær að John Prescott, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Bretlands, hefði látist á miðvikudaginn. Hann var 86 ára gamall. Prescott var skipaður í stöðu sína af Tony Blair, þáverandi leiðtoga Verkamannaflokksins og forsætisráðherra,… Meira

ICBM Rússnesk ICBM-flaug sést hér í tilraunaskoti 1. mars síðastliðinn. Úkraínumenn saka Rússa um að hafa skotið svipaðri flaug á landið í gær.

„Skýr stigmögnun“ Rússa

Úkraínumenn saka Rússa um að hafa skotið ICBM-flaug á Dnípró • Rússar neita að tjá sig um árásina • Vesturveldin lýsa áhyggjum sínum af árásinni Meira

Grunsamlegt Er þetta er ritað er skipið Yi Peng enn statt milli Jótlands og Svíþjóðar þar sem það er undir eftirliti danska herskipsins P523.

Borgaraleg skip notuð um árabil

Ekki er óalgengt að alræðisríki notfæri sér borgaraleg sjóför til að afla upplýsinga, njósna og vinna skemmdarverk. Slíkt hefur átt sér stað um árabil og hefur bandaríski sjóherinn lýst sérstökum áhyggjum af þessu framferði Rússa og Kínverja í vel á annan áratug Meira

Á toppnum Pema Sherpa og Tómas Guðbjartsson á toppi Ama Dablam. Makalu, eitt hæsta fjall í heimi, í baksýn.

Mesta áskorun lífsins

Tómas kom færandi hendi og læknaði sjúka í Nepal • Hefur náð fullum krafti eftir aðgerð vegna illkynja æxlis Meira