Varnargarðar gegn hraunflæði fjárfesting sem hefur margborgað sig • „Hentugt gos að öllu leyti fyrst við vorum að fá gos á annað borð“ Meira
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að afstaða stjórnar Eflingar til kjarabaráttu kennara og launakrafna þeirra sé ekki jákvæð og hún hefur ýmislegt að segja um bæði launakröfur og aðferðafræði verkfallsins Meira
Mun rúma 100 fanga • Litla-Hraun verður lagt niður Meira
Heildarvelta á íbúðamarkaði hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða fækkun kaupsamninga miðað við vor- og sumarmánuði. Aukið framboð á fasteignamarkaði má að miklu leyti skýra með fjölda nýrra íbúða sem komið hafa á markað í ár og selst hægt, sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu Meira
Skjálftahrina á Sundhnúkagígaröðinni hófst um klukkan 22.30 á miðvikudagskvöld og braust eldgos út 44 mínútum seinna. Fyrirvarinn var því nokkuð stuttur en skjálftum á gígaröðinni hafði ekki fjölgað mikið vikurnar á undan, en það hefur í fyrri eldgosum á Reykjanesskaga verið fyrirboði eldgoss Meira
Kraftar vegna flekahreyfinga mögulega minni en áður • Jarðskjálftavirkni í aðdraganda eldgossins mun minni • Að teknu tilliti til jarðsögunnar gætu mögulega verið 2-3 ár eftir af þessari hrinu Meira
Hallalaus rekstur lykillinn • Íslandsbankabréfin eins og skuldaleiðréttingin Meira
Hrafnhildur Sigurðardóttir skipar annað sæti á lista Lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Hún er kennari og heyrir mest af málefnum barna og líðan þeirra. „Börnin eru grunnurinn að samfélaginu og við þurfum að hlúa vel að þeim Meira
Guðmundur Ingi leggur áherslu á að hækka frítekjumark almannatrygginga upp í 450 þúsund krónur. Þá vill hann einnig útrýma fátækt meðal barna og segir ólíðandi að börn þurfi að bíða eftir hinni ýmsu þjónustu, meðal annars eftir greiningu og geðheilbrigðisþjónustu Meira
Gísli Rafn Ólafsson, sem skipar annað sæti á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi, segir húsnæðismál, loftslagsmál og samgöngumál brenna á ungu fólki. „Það vill flytja út fyrir fimmtugt,“ segir hann og vísar í orð ungmennis sem hann ræddi við á dögunum Meira
Sigmar Guðmundsson segir að vextir og verðbólga brenni mest á fólki sem hann og meðframbjóðendur hans ræða við. Hann segir skýrt að stefna Viðreisnar sé að ganga í Evrópusambandið og leyfa fólki að kjósa um aðild Meira
Miðflokkurinn vill fá nýja heildstæða löggjöf í útlendingamálum til að taka betur á málaflokknum. Flokkurinn vill að enginn komi hingað til lands að sækja um alþjóðlega vernd. „Það er engin ástæða til að etja fólki í þá hættuför Meira
Reitir fasteignafélag hafa kynnt fyrstu hugmyndir um þróun og fjölbreytta uppbyggingu svonefnds lífsgæðakjarna, sem er einkum hugsaður fyrir eldri borgara, á Loftleiðasvæðinu við Nauthólsveg. Um yrði að ræða uppbyggingu með blöndu af íbúðum, heilbrigðisþjónustu, verslun, heilsurækt o.fl Meira
Ekki nauðsynlegt þar sem stutt er frá síðustu kosningum Meira
Hraunelfurin frá eldgosinu sem hófst kl. 23.14 í fyrrakvöld var fljót að renna í átt að Grindavíkurvegi, yfir hann og síðan meðfram varnargarðinum sem reistur var til að verja Bláa lónið og önnur mannvirki í Svartsengi Meira
Forgangur heimila ekki tryggður í lögum • Óviss ábyrgð Meira
Alþjóðaglæpadómstóllinn ICC gaf í gær út handtökuskipanir á hendur forsætisráðherra Ísraels, Benjamín Netanjahú, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra landsins, og Mohammed Deif, leiðtoga hernaðararms hryðjuverkasamtakanna Hamas, en mennirnir … Meira
Tilkynnt var í gær að John Prescott, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Bretlands, hefði látist á miðvikudaginn. Hann var 86 ára gamall. Prescott var skipaður í stöðu sína af Tony Blair, þáverandi leiðtoga Verkamannaflokksins og forsætisráðherra,… Meira
Úkraínumenn saka Rússa um að hafa skotið ICBM-flaug á Dnípró • Rússar neita að tjá sig um árásina • Vesturveldin lýsa áhyggjum sínum af árásinni Meira
Ekki er óalgengt að alræðisríki notfæri sér borgaraleg sjóför til að afla upplýsinga, njósna og vinna skemmdarverk. Slíkt hefur átt sér stað um árabil og hefur bandaríski sjóherinn lýst sérstökum áhyggjum af þessu framferði Rússa og Kínverja í vel á annan áratug Meira
Tómas kom færandi hendi og læknaði sjúka í Nepal • Hefur náð fullum krafti eftir aðgerð vegna illkynja æxlis Meira