Fréttir Þriðjudagur, 1. apríl 2025

Litlar breytingar á fjármálaáætlun

Ríkisstjórnin hélt upp á endalok hveitibrauðsdaganna 100 Meira

Orka Skúli Þór Helgason, stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur.

Endurskoða þurfi samninga

Á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í lok janúar lagði Skúli Þór Helgason stjórnarmaður OR fram tillögu og bókun er varðar raforkusamninga við stórnotendur. Skúli bendir á að á næstu þremur árum renni út raforkusölusamningar við stórnotendur … Meira

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

„Þarf að hætta draumapólitík“

„Það þarf að hætta þessari draumapólitík og horfast í augu við þá staðreynd að áætlunar- og sjúkraflug er ekki að fara frá Reykjavíkurflugvelli næstu 15-20 árin. Það er raunveruleikinn sem við búum við,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir… Meira

Gæludýr Ráðherra vill rýmka reglur um gæludýrahald í fjöleignarhúsum með frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi.

Telur langt gengið með frumvarpi um gæludýr

Frumvarp Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um breytingar á lögum um fjöleignarhús í þá veru að rýmka mjög heimildir til gæludýrahalds í fjöleignarhúsum, gengur of langt að mati Húseigendafélagsins Meira

Borgarstjórn Hildur Björnsdóttir segir rétt að athuga gangagerð.

Vilja athuga fleiri jarðgöng í Reykjavík

Sjálfstæðismenn vilja minnka tafir og auka lífsgæði með umferðargöngum Meira

Sigurjón Þórðarson

Frumvarp um grásleppuveiðar

Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna í atvinnuveganefnd hafa boðað umræður á fundi nefndarinnar í dag um frumvarp um grásleppuveiðar sem var ekki á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Frumvarpið miðar að því að endurvekja fyrra fyrirkomulag um… Meira

Togari Tveir sjómenn slösuðust við störf á Sólborgu RE í fyrra.

Báðu lögreglu að hýsa slasaða

Tveir slasaðir sjómenn fengu ekki aðhlynningu heilbrigðisstarfsfólks septembernótt eina í fyrra eftir slys um borð í togaranum Sólborgu RE-27. Hjálparliðum var sagt að ekki væri hægt að taka við slösuðum í sjúkrahúsinu á Ísafirði fyrr en klukkan… Meira

Atvinnubílstjórar Þingmaður undirbýr frumvarp til lagabreytinga.

Glórulaus gullhúðun tilskipunar

Alþingismaður vill fella brott regluverk um endurmenntun atvinnubílstjóra • Segir tilskipun ESB ekki eiga við um eylönd • Innleidd eins og hún kom af kúnni • Furðulegar spurningar á námskeiði Meira

Sundahöfn Draga á úr umferð til að tryggja öryggi við höfnina.

„Það var þeirra ákvörðun að fara“

„Það er búið að standa til í mörg ár að starfsemi Kornax víki úr Sundahöfn. Það var þeirra ákvörðun að fara og fyrirtækið er búið að gera sínar ráðstafanir og hefur ekki óskað eftir frestun á uppsögn eins og hefur verið veitt að minnsta kosti 2-3 sinnum Meira

Norlandair Um þessar mundir eru sjö flugvélar í notkun hjá félaginu.

Norlandair tekur við af Mýflugi

Flýgur tíu ferðir á viku til Hafnar • Flugleiðin boðin út til þriggja ára Meira

Guðlaugur Þór Þórðarson

Ríkisstjórnin á að segja satt

„Forystumenn ríkisstjórnarinnar sögðu fyrir helgi að ekki ætti að hækka skatta á einstaklinga, en strax eftir helgi komu skattahækkanirnar í ljós, þótt reynt sé að fela þær í texta fjármálaætlunarinnar Meira

Atvinna Innlend vinnsla skapar fjölda starfa beint og óbeint.

Skortir greiningu á afleiðingum

Helsta áhyggjuefnið vegna stórfelldrar hækkunar veiðigjalds er að vinnsla fari úr landi, að sögn Guðrúnar Arndísar Jónsdóttur, forstöðumanns Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri. „Ég óttast að það kunni að fara töluvert meira óunnið úr landi Meira

Oddvitar Forystukonur ríkisstjórnarinnar svara spurningum á blaðamannafundi eftir ríkisstjórnarfund í gær.

Ríkisstjórnin fagnar 100 daga afmæli

Hveitibrauðsdagarnir að baki og alvara lífsins tekur við Meira

Bessastaðir Geirþrúður Fanney Bogadóttir fjölumdæmisstjóri Lions í gær þegar hún nældi rauðri fjöður í jakka Höllu Tómasdóttur forseta Íslands.

Halla fékk fjöður

Landssöfnun Lions, Rauðu fjöðrinni, var ýtt úr vör í gær þegar Höllu Tómasdóttur forseta Íslands var afhent fyrsta fjöðrin. Það gerði Geirþrúður Fanney Bogadóttir sem er fjölumdæmisstjóri Lions á Íslandi Meira

Heilsubótarganga Krabbamein er ógn. Heilbrigt líferni vinnur gegn meinum. Til mikils er að vinna í forvörnum.

Hópur sem er mikilvægt að mæta

Rannsaka lífsgæði þeirra sem greinst hafa og læknast af krabbameini • Máttfarið fólk og áhrifin á sálina • Samanburður mikilvægur • Gagnagrunnar af gæðum • Þjónusta sé í þróun Meira

Flóttamannaleið Vegurinn er illa farinn og holóttur á löngum köflum.

Bútasaumur á Flóttamannaleið

Svokölluð Flóttamannaleið er orðin ansi illa farin og holótt á löngum köflum. Endurbygging vegarins er löngu tímabær. Engar stærri viðhaldsaðgerðir eru þó á dagskrá en gert er ráð fyrir að fara í holuviðgerðir í sumar Meira

Meðferðarúrræði Stuðlar eru komnir að þolmörkum. Áskoranir hafa verið uppi vegna ýmissa atvika sem komu upp á síðasta ári.

Áskoranir uppi í meðferðarúrræðum

Vinna er hafin við allar þær 25 aðgerðir sem kynntar voru á síðasta ári til að sporna gegn ofbeldi meðal barna og gegn börnum. Þá hefur áætlun fyrir innleiðingu og eftirfylgni til næstu tveggja ára verið mótuð Meira

Bugaður Eyðilegging er mikil eftir hamfarirnar og leitað er að fólki.

Yfir 2.000 látnir eftir skjálftann

Herforingjastjórnin í Mjanmar segir yfir 2.000 látna eftir jarðskjálftann mikla sem reið yfir á föstudaginn síðasta. Hátt í 4.000 eru særðir og um 300 er enn saknað. Tala látinna mun því eflaust hækka á næstunni Meira

Dómur fellur Teikning af Marine Le Pen í réttarsalnum í gær þegar dómur var kveðinn upp.

Dómur útilokar Le Pen frá framboði

Leiðtoga Þjóðfylkingarinnar meinað að bjóða sig fram til pólitísks embættis • Þótti í kjörstöðu fyrir næstu forsetakosningar í Frakklandi • Efasemdir víða á pólitíska litrófinu • Stuðningsmenn í uppnámi Meira

Askja Mikið sprengigos varð í Öskju í lok mars árið 1875 og hafði öskufallið frá því mikil áhrif á fólkið í sveitunum á Austurlandi, einkum á Jökuldal.

„Fjarfellir í væntum og manndauði“

Um þessar mundir eru 150 ár síðan mikið sprengigos varð í Öskju. Eldgosið sjálft stóð yfir í aðeins nokkrar klukkustundir en það tók mennina og landið mörg ár að vinna úr afleiðingum þess. Áhrifanna gætti einna helst á Jökuldal þar sem öskulagið var þykkast um 20 sentimetrar Meira

Moli Hundurinn Moli með Urra-leikfangið. Hópurinn á bak við <strong><em>Urra.is</em></strong> kynnir leikföngin á vörumessu Ungra frumkvöðla í Smáralind á laugardaginn.

„Það vantaði íslensk leikföng fyrir hunda“

„Þetta er lokaverkefnið okkar í Menntaskólanum við Sund á vegum JA Ungra frumkvöðla,“ segir Birna Kolbrún Jóhannsdóttir, ein úr hópnum sem hefur stofnað veffyrirtækið Urri.is þar sem hægt er að kaupa hundaleikföng úr endurnýtanlegum efnum Meira